17.4.2009 | 12:45
Nakin hagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins
Nú þegar einkavinirnir hafa rústað fjármálakerfi landsins með taumlausri græðgi sinni og kvótagreifarnir tekið gjafakvótann til að spila í fjárhættuspilum alþjóða fjármálamarkaða þá er lítið eftir af sameiginlegum auði landsmanna til að krækja klónum í. Nú hefur græðgissveitin beint augum sínum að fallvötnunum og orkunni. Þeir reyndu í REY dæminu en voru að góðu heilli stoppaðir. Nú skal undirbúinn jarðvegurinn til að einkavinavæða orkulindirnar. Strategían virðist einföld. Skuldahali einkavinanna er skilinn eftir hjá þjóðinni. Þar sem skuldirnar eru svo miklar á að reyna að blekkja almenning til að einkavinavæða orkuna. En til þess að það sé hægt þarf fyrst að hindra að bann sé sett við slíku í stjórnarskrá lýðveldisins. Þess vegna lagði stjórnmálaflokkur græðgissveitarinnar svo mikla áherslu á að stoppa stjórnarskrárbreytingarnar. Skömm þeirra er mikil og lífsnauðsynlegt fyrir almenning að refsa flokknum í kosningunum.
Ofbeldi og skemmdarverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Fyndið að þú skyldir tala um REI málið þegar það var einmitt þingflokkur sjálfstæðismanna sem kom í veg fyrir það mál. Eini maðurinn sem vildi það var Vilhjálmur "gamli góði".
Annars eru "þjóðareignarákvæði" í stjórnarskrá mjög varhugaverð í lögfræðilegu tilliti. T.d. er mjög hæpið að þjóðir sem slíkar geti yfirhöfuð átt eignir, þar sem t.d. ráðstöfunarréttur væri mjög óljós. Í raun er "þjóðareign" hugtak sem vinstri menn hafa fundið upp um ríkiseign einfaldlega vegna þess að það hljómar betur. Ef eitthvað er sett í "eign þjóðar" þýðir það einfaldlega að ríkið verður stærra, ekki að þú verðir ríkari.
jeje (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.