4.3.2009 | 15:40
Gangi ykkur vel
Mér líst ágætlega á þetta framboð. Það er borið uppi af mörgum þeim sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni í janúar. Þetta er gott og öflugt fólk. Hins vegar finnst mér vanta dálítið á hugmyndafræðina hjá framboðinu og bera dálítinn keim af "ópólitík" eða "á móti pólitík". Stefnumálin sem kynnt voru eru flest ágæt nema hugmyndin um "persónukjör". Ég er mjög fylgjandi óröðuðum flokkslistum sem myndi leifa kjósendum að velja þá frambjóðendur sem þeir treysta best. Hins vegar er hreint persónukjör vafasamt. Það leiðir til popúlisma þar sem frambjóðendur með mestu peningana gætu lofað hverju sem er en stutt síðan þá ríkisstjórn sem bakhjarlar þeirra myndu vilja. Slíkir bakhjarlar væru oftar en ekki peningamenn sem gætu "keypt" þingmenn. Bandaríkin hafa persónukjör, stjórnmálaflokkar þar í landi eru fyrst og fremst kosningabandalög. Þingmenn sem kjörnir eru hafa meira og minn frítt spil, hugsjónir skipta þar oftar en ekki litlu máli. Því vel ég frekar að styðja við bakið á VG, sem varaði stórlega við bankabólunni í stjórnarandstöðu og fékk oftar en ekki bágt fyrir. Nú sjá allir að flokkurinn hafði rétt fyrir sér allan tíman og er tilbúinn að byggja upp nýtt Ísland á grundvelli jöfnuðar og réttlætis. Með því að kjósa VG kaupa menn aldrei köttinn í sekknum. Ég hvet alla til að taka þátt í forvölum flokksins til að hafa áhrif á val frambjóðenda. Sjálfur bíð ég mig fram í 3-4 sæti í kraganum fyrir VG.
Vilja gegnsætt réttlæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
- Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir HM
- 18 ára samstarfi lokið
- Annaðhvort að hætta að drekka eða að deyja
- Þurfti sturtu eftir hörkuleik
- Úr Árbænum í Garðabæinn
- Eyjamenn kærðu framkvæmdina á Ásvöllum
- Skortur á miðvörðum sem geta komist í landsliðsklassa
- Einn sá vinsælasti hættir á samfélagsmiðlum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.