Leita í fréttum mbl.is

Gangi ykkur vel

Mér líst ágætlega á þetta framboð. Það er borið uppi af mörgum þeim sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni í janúar. Þetta er gott og öflugt fólk. Hins vegar finnst mér vanta dálítið á hugmyndafræðina hjá framboðinu og bera dálítinn keim af "ópólitík" eða "á móti pólitík". Stefnumálin sem kynnt voru eru flest ágæt nema hugmyndin um "persónukjör". Ég er mjög fylgjandi óröðuðum flokkslistum sem myndi leifa kjósendum að velja þá frambjóðendur sem þeir treysta best. Hins vegar er hreint persónukjör vafasamt. Það leiðir til popúlisma þar sem frambjóðendur með mestu peningana gætu lofað hverju sem er en stutt síðan þá ríkisstjórn sem bakhjarlar þeirra myndu vilja. Slíkir bakhjarlar væru oftar en ekki peningamenn sem gætu "keypt" þingmenn. Bandaríkin hafa persónukjör, stjórnmálaflokkar þar í landi eru fyrst og fremst kosningabandalög. Þingmenn sem kjörnir eru hafa meira og minn frítt spil, hugsjónir skipta þar oftar en ekki litlu máli. Því vel ég frekar að styðja við bakið á VG, sem varaði stórlega við bankabólunni í stjórnarandstöðu og fékk oftar en ekki bágt fyrir. Nú sjá allir að flokkurinn hafði rétt fyrir sér allan tíman og er tilbúinn að byggja upp nýtt Ísland á grundvelli jöfnuðar og réttlætis. Með því að kjósa VG kaupa menn aldrei köttinn í sekknum. Ég hvet alla til að taka þátt í forvölum flokksins til að hafa áhrif á val frambjóðenda. Sjálfur bíð ég mig fram í 3-4 sæti í kraganum fyrir VG.
mbl.is Vilja gegnsætt réttlæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband