Leita í fréttum mbl.is

Loksins, loksins...

... það var kominn tími til. Eins og Steingrímur bendir á þá eru slíkar reglur ekki óalgengar erlendis og fjölmörg lönd, þ.á.m. Bandaríkin undir stjórn Barak Obama, ætla að taka á þessum gjörningum með festu.

Til þess að lágmarka skaðann sem skattaparadísir valda þarf auðvitað helst að ná fram alþjóðlegum reglum sem banna slíkt. En á meðan það er ekki gert þurfa þjóðir eins og Íslendingar að setja slíkar reglur fyrir sjálfa sig. Tel síðan að næsta skrefið eigi að vera að setja veltuskatt á allar fjármálatilfærslur, hvort sem þær eru á markaði eða í gjaldeyri. Slíkur skattur gæti verið um 1%. Fyrir þá sem eru að kaup gjaldeyri eða fjárfesta á "venjulegan" hátt skipti slíkur skattur litlu máli. Hins vegar myndi slíkur skattur stórminnka spákaupmennsku og því koma hagkerfinu vel. Síðan yrðu auðvitað skattatekjur af slíku sem vissulega er þörf á. Auðvitað á að koma á slíkum skatti alþjóðlega, samtökin ATTAC hafa barist fyrir slíku í langan tíma. Slíkur skattur er oftast nefndur Tobin skattur eftir bandaríska hagfræðingnum James Tobin sem setti fram hugmyndina á 8. áratugnum.


mbl.is Tekið á skattaparadísum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband