22.1.2009 | 14:20
Halló Árni Páll, ESB er ekki það sem skiptir máli í dag
Eru þingmenn virkilega gersamlega dottnir úr öllum tengslum við þjóðina? Það er sjálfsagt að líta á ESB inngöngu, en það er ekki það sem skiptir máli í dag og ekki það sem fólkið er að krefjast að gert verði í dag. Það sem skiptir máli er að hreinsa út úr bönkunum og bjarga því sem bjargað verður í brunarústunum. Það er krafa almennings, ekki uppgjöf á stjórnmálum og halda að einhverjir júrókratar geti bjargað málunum. Samfélagið brennur en Árni Páll virðist upptekinn af því hvaða eldvarnareftirlit sé best. Fyrst þarf að slökkva eldana, það verður ekki gert með þessari ríkisstjórn, þessu fjármálaeftirliti, þessari seðlabankastjórn og þessum stjórnendum bankana, sem eru upp til hópa þeir sömu og kveiktu eldana. Ræsum slökkviliðið og slökkvum eldana fyrst áður en við förum að ræða um fyrirkomulagið á eldvarnareftirliti framtíðarinnar.
Það sem Samfylkingin þarf að gera er að hlusta á grasrótina í Samfylkingunni í Reykjavík og rjúfa stjórnarsamstarfið strax. Ef það verður ekki gert þá hvet ég hugsandi ráðherra flokksins að segja af sér og lýsa yfir andstöðu við ríkisstjórnina. Það er það sem skiptir máli nú í dag, ekki eitthvað þrugl um ESB.
ESB-umsókn þolir enga bið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.