19.1.2009 | 14:54
Framsókn gerir upp við fortíðina
Framsóknarflokkurinn rær nú lífróðri til að bjarga flokknum frá útrýmingu. Mönnum fortíðarinnar er gersamlega hafnað, og klár ungur maður valinn til forystu. Það getur vel verið að honum takist að bjarga hræinu þó að ég sé þess efins að flokkurinn sé á vetur setjandi. E.t.v. tekst Sigmundi að bjarga því sem bjargað verður þannig að úr verði ca. 10-15% miðjuflokkur sem væri stjórntækur. Ef einhverjum tekst það þá væri það Sigmundi. Ég hef seint talist til aðdáenda Framsóknarflokksins, en verð að gefa þeim kredit fyrir að reyna að bjarga flokknum með því að kjósa Sigmund formann. Nú er bara að sjá hvort aðrir stjórnmálaflokkar nái þessu og sjái að það þarf að hreinsa út úr fjósinu.
Það sem mér finnst standa uppúr há Sigmundi er að hann segir réttilega að umræðan um mögulega aðild að ESB sé ekki það sem skipti máli nú. Fyrst þarf að takast á við efnahagshrunið. Það verður ekki gert nema með því að ríkisstjórnin fari frá með góðu eða illu.
Vill færa flokkinn frá hægri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Æ ég veit ekki. Það getur vel verið að þessi ágæti maður sé það sem dregur Framsókn upp. En einhvernveginn lýst mér ekki á. Það verður bara að koma í ljós ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 09:32
Ég er þér sammála Ásthildur að flokkshræinu verður varla bjargað úr þessu. Held reyndar að fáir munu síta það að Framsóknarflokkurinn hverfi úr pólitík.
Guðmundur Auðunsson, 21.1.2009 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.