7.11.2008 | 17:17
Ungir sýna ábyrgð
Breyttar forsendur í efnahagsmálum kalla ávallt á endurskoðun stefnumála. Slík endurskoðun sýnir hugsun og ábyrgð. Vinstrimenn hafa ávallt verið á móti ESB vegna efnahagsmála og lýðræðishalla hjá samtökunum. Slík andstaða er auðvitað gerólík þjóðernisrembingi sem einkennir andstöðu hægrimanna. Því er sjálfsagt að líta á ESB á ný. Kúdos til ungliðanna.
Persónulega þarf mikið til að sannfæra mig um ágæti þess að ganga í ESB. En nýir tímar kalla á nýjar áherslur og er ég því tilbúinn að líta á málið. Persónulega vil ég sjá sterka félagslega Evrópu, byggða á samvinnu og velferð. Mikið hefur vantað á að ESB starfi á þessum grunni. En hrun spilavítiskapítalismans hefur breytt heiminum og breytir e.t.v. ESB líka þó of snemmt sé um það að segja á þessum tímapunkti. Þessu skulum við fylgjast með. Gordon Brown er allavega hættur að væla um "deregulation, deregulation" eins og hann hefur gert síðastliðin 10 ár. Ef ESB sér að sér í efnahagsmálum, eins og samtökin hljóta að gera, og embættismannavaldið verður takmarkað, þá má alveg líta á samtökin aftur. En hlutir þurfa að breytast ef samtökin eiga að virka í nýjum heimi. Félagslega Evrópu, já takk, en áframhaldandi Evrópu spilavítiskapítalista viljum við ekkert með hafa. Lítum því raunhæft á málin, forðumst sleggjudóma, en forðumst líka á að líta á ESB sem einhverskonar allsherjar bjargvætt. Fyrst þurfum við að hreinsa til heima hjá okkur.
![]() |
Nýr tónn í Evrópuumræðu VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Minntist sonar síns í fallegri færslu
- Ef þú hefðir komið seinna hefðirðu getað dáið
- Búið spil hjá Corrin og Malek
- MA sigraði í Söngkeppninni
- Svona lítur Ridge Forrester út í dag
- Hitti Jack Black: Besti dagur lífs míns
- Börn og listamaður leggja saman
- Laskaður Lótus
- Það eru svikin sem eru verst
- Gestur hátíðarinnar handtekinn
Viðskipti
- Stærsta flugfélag Póllands hefur áætlunarflug til Íslands
- Vilja semja við 90 lönd á 90 dögum
- Engir varðhundar séreignarsparnaðar
- Það vantaði ekki gersemarnar í Genf
- Höfum velt við hverjum steini
- Aukafundur ólíklegur
- Bregðast við sterku raungengi
- Innlend orka sem vörn gegn ytri ógnum
- Hvað þýðir þetta tollahlé?
- Svipmynd: Kvika banki stendur á tímamótum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.