Leita í fréttum mbl.is

Ungir sýna ábyrgð

Breyttar forsendur í efnahagsmálum kalla ávallt á endurskoðun stefnumála. Slík endurskoðun sýnir hugsun og ábyrgð. Vinstrimenn hafa ávallt verið á móti ESB vegna efnahagsmála og lýðræðishalla hjá samtökunum. Slík andstaða er auðvitað gerólík þjóðernisrembingi sem einkennir andstöðu hægrimanna. Því er sjálfsagt að líta á ESB á ný. Kúdos til ungliðanna.

Persónulega þarf mikið til að sannfæra mig um ágæti þess að ganga í ESB. En nýir tímar kalla á nýjar áherslur og er ég því tilbúinn að líta á málið. Persónulega vil ég sjá sterka félagslega Evrópu, byggða á samvinnu og velferð. Mikið hefur vantað á að ESB starfi á þessum grunni. En hrun spilavítiskapítalismans hefur breytt heiminum og breytir e.t.v. ESB líka þó of snemmt sé um það að segja á þessum tímapunkti. Þessu skulum við fylgjast með. Gordon Brown er allavega hættur að væla um "deregulation, deregulation" eins og hann hefur gert síðastliðin 10 ár. Ef ESB sér að sér í efnahagsmálum, eins og samtökin hljóta að gera, og embættismannavaldið verður takmarkað, þá má alveg líta á samtökin aftur. En hlutir þurfa að breytast ef samtökin eiga að virka í nýjum heimi. Félagslega Evrópu, já takk, en áframhaldandi Evrópu spilavítiskapítalista viljum við ekkert með hafa. Lítum því raunhæft á málin, forðumst sleggjudóma, en forðumst líka á að líta á ESB sem einhverskonar allsherjar bjargvætt. Fyrst þurfum við að hreinsa til heima hjá okkur.


mbl.is Nýr tónn í Evrópuumræðu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband