5.11.2008 | 12:11
Gamli maðurinn kemst beint að kjarna málsins.
Það sem hann telur mikilvægasta verkefni nýja forsetans er að berjast fyrir friði í heiminum og gegn fátækt og sjúkdómum. Þetta þrennt hefur verið utanveltu í bandarískum stjórnmálum og vonandi hlustar Obama á Mandela og gerist sósíalisti eins og kempan, þó líklega megi hann ekki kalla þar sósíalisma. Bjarga þarf bandaríska heilbrigðiskerfinu og stunda stórfellda tilfærslu frá hinum ofsaríku bónusfurstum til fátæks bandarísks almennings
Sjálfur er ég hóflega bjartsýnn með Obama. Hann er auðvitað enginn róttæklingur á alþjóðamælikvarða, en hefur alla burði til að verða besti forseti Bandaríkjanna síðan Franklin Delano Roosevelt var og hét. Nú er bara að krossleggja fingur og vona að hann klúðri þessu ekki með einhverskonar clintonsku miðjumoði. Við á heimili mínu vonum auðvitað hið besta, enda eru þrír bandarískir ríkisborgarar heima hjá mér.
Mandela fagnar kjöri Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Það er spurning hvað Obama getur gert mikið? Við vitum hversu rótgróið íhaldið er í Bandaríkjunum. Bara það að svartur maður var kjörinn forseti í þetta skiptið er kraftaverk út af fyrir sig. Og eftir 8 ára stjórn (lesist, óstjórn) Bush tekur trúlega langan tíma að hreinsa til. Þannig að ég er hrædd um að við verðum að bíða ansi lengi eftir byltingunni í USA... Fyrir utan það að ég er skíthrædd um að Obama verði hreinlega skotinn ef hann heldur sér ekki á mottunni. Munum Kennedy.
Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.