22.10.2008 | 14:54
Undirskriftir: Við erum ekki hryðjuverkamenn
Ég vil vekja athygli allra á undirskriftaherferð sem einstaklingar með tengsl við Bretland höfum sett af stað. Slóðin er http://www.indefence.is/. Við viljum hvetja alla til að skrifa undir þetta til að leggja baráttu okkar til að losna við hryðjuverkastimpilinn og glæpamannastimpilinn sem búið er að setja á okkur hér í Bretlandi. Hugmyndin er síðan að fylgja þessu eftir með greinaskrifum í breskum fjölmiðlum, því verulega hefur hallað á okkur þar í umræðunni. Ég vil hvetja sem flesta til að skrifa undir áskorunina, því fleiri sem gera það, því meiri athygli fær átakið. Ég vil undirstrika að þetta er einungis borgaralegt átak einstaklinga, ávarp frá íslensku þjóðinni til bresku þjóðarinnar. Stjórnvöld eiga hér ekki hlut að máli. Sýnum nú samtakamátt okkar og skrifum undir.
Landsbankinn af hryðjuverkalista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Guðmundur, ég er EKKI sammála einu atriði í undirskrifta-plagginu.
Ég hefi marg-oft fært fyrir því rök, að Gordon Brown er ekki að þjóna skammtíma-hagsmunum sínum.
Um er að ræða HEFND Breskra kommúnista (í Verkamanna-flokknum) vegna Þorskastríðanna og er tilraun til að neyða okkur til inngöngu í EB. Þannig munu Bretar komast aftur yfir fiskimiðin við Ísland.
Áætlun Breta var sett af stað snemma í sumar, meðal annars með því að fá seðlabanka Bandaríkjanna og Evrópu til að neita okkur um gjaldeyrisskiptasamninga.
Aðferð Bretanna var meðal annars sú, að setja beiðnir okkar í biðstöðu með vísan til IMF, þar sem þeir höfðu aðstöðu til að tefja málið. Um það sá Alexander Gibbs, sem 27.júní 2008 tók við starfi forstjóra hjá IMF.
Einnig var Gordon Brown í persónulegu sambandi við Henry Paulson og kom þannig meira að segja í veg fyrir að við yrðum með hinum Norðurlöndunum í gjaldeyrisskipta-samningi. Þeir Brown og Paulson lögðu á ráðin um útilokun okkar á fundi 02.júlí 2008, í London.
Loftur Altice Þorsteinsson, 22.10.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.