Leita í fréttum mbl.is

Að eiga hvorki fyrir salti á grautinn né hrísgrjón í pottinn

Á nú virkilega að bjóða Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (IMF) til að krukka í samfélagið okkar? Meira um “hagstjórnarsnilld” sjóðsins. Eitt af uppáhaldsdæmum IMF um snilld sína er Ghana. Þar hefur sjóðurinn farið eins og eldur um sinu í hagkerfinu, þvingað einkavæðingar og opnun markaða. Þetta er auðvitað allt gert í nafni “frelsisins”. IMF þvingaði Ghana til að opna fyrir “frjálsan” innflutning á landbúnaðarvörum inn í landið. Helsta fæða fólks eru hrísgrjón. Og maður myndi halda að hitabeltisland eins og Ghana ætti að hafa hlutfallslega yfirburði í landbúnaði. En málið er ekki svona einfalt. Þegar opnað var fyrir innflutning á hrísgrjónum þá hrundi innanlandsframleiðslan. Hvers vegna? Jú, hrísgrjónin, sem aðalega voru flutt inn frá Bandaríkjunum, eru stórlega niðurgreidd með ríkisstyrkjum og gegn slíkum ósköpum gátu innfæddir smábændur einfaldlega ekki keppt. Þetta vogaði IMF að kalla “frjáls viðskipti”. 60% íbúa Ghana lifa á landbúnaði. Hrísgrjónabændur eru ekki þeir einu sem þjást, aðrar niðurgreiddar landbúnaðarvörur, t.d. tómatar frá Ítalíu, haf flætt yfir markaðinn. Á hverju eiga fátækir smábændur í Ghana að lifa ef þeir geta ekki lifað af landbúnaði vegna niðurgreidds innflutnings frá ríkum löndum? Afaama Asaraga er hrísgrjónabóndi í Ghana (sjá Christian Aid). Verðlag hefur farið stórlækkandi á hrísgrjónum á innanlandsmarkaðinum þannig að hún getur varla haft í sig og á. Hún gerir ekki miklar kröfur til lífsins. Hún biður ríkisstjórnina að tryggja það að þau þurfi ekki að keppa við niðurgreiddan innflutning. “Við viljum bara geta lifað eins og bændurnir frá löndunum þaðan sem innfluttu [niðurgreiddu] hrísgrjónin koma. Þá gæti ég sent börnin mín í skóla, eins og börn þeirra sem framleiða innfluttu hrísgrjónin.” Ekki biður hún um mikið, bara tækifæri til að eiga í sig og á og geta sent börnin sín í skóla.

Hver eru viðbrögð IMF við neiðarópi Asaraga? Árið 2003 samþykkti þingið í Ghana lög sem vernduðu smábændurnir í landinu fyrir niðurgreiddum innflutningi. En landið réði sér ekki sjálft. IMF þvingaði ríkisstjórn landsins til að draga þetta til baka. Þeim kom ekkert við þótt milljónir smábænda ættu hvorki fyrir salti á grautinn né hrísgrjón í pottinn. Hvað vill þetta fólk upp á dekk? Hvílík frekja, ætla að senda börnin sín í skóla? Tímaeyðsla, þau börn verða aldrei hagfræðingar. Forréttindi niðurgreiddu verkssmiðjubændanna í Bandaríkjunum gengur fyrir. Viljum við virkilega bjóða þessu fólki inn í stofu til okkar?


mbl.is Mjög róttæk viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mjög athygliverður pistill.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Stutta svarið er nei. Langa svarið, alls ekki! Ég er búinn að vera blogga slatta um ástandið. IMF er versti kosturinn í stöðunni.

Villi Asgeirsson, 15.10.2008 kl. 18:04

3 Smámynd: Snjalli Geir

Sorry, IMF er eini kosturinn í stöðunni.  IMF reddaði Thailandi og Asíu 1997 á endanum þó að það sé altalað að þeir hafi gert mistök (hvaða mistök má  greinilega ekki segja frá...!).  Ég fæ ekki betur séð en að Thailand sé í góðum málum í dag efnahagslega!

Sjálfstæðisflokkurinn, ásamt hinum meðseku í Framsóknarflokknum, ber alla ábyrgðina á ástandinu á Íslandi í dag.  Þeirra sjórn allan tímann, þeirra peningamála stefna, þeirra Seðlabankastjóri, þeirra maður í Fjármálaeftirlitnu.  Þetta er ekki stjórmálaflokkur, þetta er MAFÍAN / GLÆPAKLÍKA.  Taumlaust frelsi til að græða og láta svo allt flakka á kostnað skattborgaranna er því miður ekki lengur í boði.  Því fyrr sem þverhausinn fer úr Seðlabankanum því betra. 

Snjalli Geir, 19.10.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband