15.10.2008 | 10:29
Tvíburasysturnar í Washington
Nú eru menn í alvöru að tala um það að fá Aþjóðagjaldreyrissjóðinn í Washington til að bjarga Íslandi. Það er því nauðsynlegt að líta á glæsilega sögu IMF og tvíburasystur hennar, Alþjóðabankann (World Bank). Best er að skoða einstök dæmi því þau gefa okkur góða innsýn inn í hvaða hugsanagangur og hagfræði ríkir þar á bæ. Skoðum því vatnsstríðið í Bólivíu.
Tvíburasysturnar eru búnar að vera með klærnar í Bólivíu, eins og mörgum öðrum fátækum löndum í árafjölda. Ifrastrúktur þar er í molum og ekki síst nauðsynlegt að byggja upp vatnsveitukerfi sem virkar. Fyrir 8 árum neitaði Alþjóðabankinn að framlengja 25 milljóna USD lán til Bólivíu nema að vatnsveitan yrði einkavædd. Með byssuna yfir höfðinu var vatnsveitan í þriðju stærstu borg Bólivíu, Cochabamba, boðin út. Einungis eitt fyrirtæki gerði tilboð, fyrirtæki að nafni Aguas del Tunari sem m.a. var í eigu bandaríska glæpafyrirtækisins Bechtel Enterprise Holdings, sem m.a. er búið að mjólka stríðsgróða í Írak. Fyrirtækið gerði samning til 40 ára um að fá einkarétt á allri vatnsveitu í borginni, eða eins og sagði orðrétt í samningnum, "to provide water and sanitation services to the residents of Cochabamba, as well as generate electricity and irrigation for agriculture." Fyrirtækinu var tryggður(!) 15% hagnaður í bandaríkjadölum að lágmarki. Þetta einkaleyfi var svo víðtækt að Aguas del Tunari bannaði smábændum að notast við eigin vatnsveitur og jafnvel safna regnvatni fyrir uppskeru sína, þar sem þeir hefðu einkarétt á öllu vatni. Fyrirtækið hækkaði vatnsverð á stundinni um 35% þannig að meðalvatnsreikningur manna var um þriðjungur af lágmarks launum í landinu! Fólkið í landinu varð að sjálfsögðu brjálað og reis upp til harkalegra mótmæla gegn tvíburasystrunum í Washington sem höfðu þvingað þessi ósköp upp á þjóðina. Til að gera langa sögu stutta flúðu yfirmenn Aguas del Tunari land í dramatík sem minnti á flóttann úr sendiráði Bandaríkjanna í Saígon 1975. Vatnið fór aftur í almannaeign en í hefndarskini var skrúfað fyrir nauðsynlega peninga til að betrumbæta vatnsveituna þannig að þar er enn ýmsu ábótavant. En fólkið fékk með þrautseigju sinni aftur yfirráð yfir lágmarksmannréttindum sem vatn er og heldur því ennþá (sjá Wikipedia hér). Fólkið í Bólivíu fékk síðan endanlega nóg af þjónkun þarlendra stjórnvalda við alþjóðafjármagnskerfið og einkavæðingarkórinn og kaus sósíalistann Evo Morales sem forseta til að hreinsa til í þrotabúinu.
Hvað ætlar tvíburasystirin IMF að gera við íslenskar eigur? Selja Landsvirkjun á slikk? Afhenda Bechtel Orkuveitu Reykjavíkur? IMF er löngu búið að sanna það að þar ráða trúaðir nýfrjálshyggjumenn sem hugsa um það first og fremst að tryggja að fjármálafurstum séu borguð lán. Síðan þvingar IMF fátæk lönd til að opna alla markaði svo niðurgreiddur verksmiðjulandbúnaður ríkra landa geti rústað lifibrauði fátækra smábænda (meira um það síðar). Viljum við virkilega bjóða þessu liði heim í stofu til okkar?
Lán IMF fullnægir ekki þörf ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Ég er algerlega sammála þér í einu og öllu. Það að leita til IMF er ekki einhver töfralaust, heldur á það að vera allra allra síðasta úrræði. Mér finnst fólk oft ekki gera sér grein fyrir hvernig IMF starfar og kallar þ.a.l. á aðstoð IMF án þess að hafa kynnt sér starfsemi sjóðsins.
Ásthildur Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 11:45
Gleður mig að sjá hvað fólk er duglegt að boða fagnaðarerindið núna. Lengi lifi byltingin!
Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2008 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.