Leita í fréttum mbl.is

Vika er langur tími í pólitík

Fyrir viku hrósaði ég ríkisstjórninni fyrir að taka loksins á málunum af festu. Ég hélt að það ætti nú loksins að setja hagsmuni almennings framar öllu og bjarga því sem bjargað verður. Því miður hafði ég rangt fyrir mér. Ríkisstjórninni virðist ætla að takast að klúðra milljörðum af eignum almennings, mannorði Íslendinga og Íslands er rústað sérstaklega hér í Bretlandi og ekkert gert til að hindra það. Seðlabankastjóri situr enn, fjármálaráðherra, sem varla talar ensku, er hleypt í símann við fjármálaráðherra Bretlands og kostar okkur tugi milljarða. Hann situr enn. Svo til að toppa allt er verið að selja eigur okkar með leynd, eins og gert var með eignir Glitnis í Finnlandi þar sem söluverðið var ekki gefið upp! Fólk óttast það eðlilega að verið sé að selja eigur þjóðarinnar á slikk í bakherbergjum. Hvað í andskotanum eru menn að hugsa.

Nú dugir ekkert hálfkák. Það þarf að skipta algjörlega um yfirstjórn seðlabankans. Ríkisstjórnin þarf að fara frá nú þegar. Minnihlutastjórn stjórnarandstöðunnar taki við, varin af Samfylkingunni. Góðir utanþingsmenn komi inn í þá stjórn, fólk sem er búið að vara við ósköpunum í langan tíma. Kosningar verði boðaðar snemma á næsta ári og síðan verði samfélagið endurskipulagt á félagslegum forsendum, þar sem markaðurinn verði þjónn ekki herra. Markaðssamfélagið er dautt, þetta verða menn að skilja, það þýðir ekkert að láta þann Zombi halda áfram að skelfa okkur. Þetta þarf að gera strax.


mbl.is Óraunhæft að engin skilyrði verði sett fyrir aðkomu IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband