14.8.2008 | 14:29
Flokkur til sölu
Fyrrverandi stórveldi meðal íslenskra stjórnmálaflokka, Framsóknarflokkurinn er til sölu. Flokkurinn er enn með nokkra kjörna fulltrúa, en þeir verða horfnir eftir næstu kosningar. Það eru því að verða síðustu forvöð fyrir flokkinn að komast að kjötkötlunum og eru flokksmenn því tilbúnir að styðja hvern þann sem vill til meirihluta. Verðið eru bitlingar, samstarfsflokkurinn getur valið öll stefnumálin.
Vinsamlegast sendið tilboð til Óskars Bergssonar, seinasta borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í sögunni.
Nýr meirihluti að fæðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Guð hvað ég er sammála þér
Maður er komin með nett leið á þessum helv**** sandkassaleik hjá þessu fólki, hvað ætli sé búið að eyða miklum peningum í þetta rugl
ég segi bara kosning aftur takk fyrir
María (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:37
Atvinnuhórur !
Stefán (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:47
Um hvaða Framsóknarflokk ert þú að tala. Ég veit ekki betur en hann sé kjölfestan í mörgum bæjarfélögum út á landi og þér verður ekkert að ósk þinni með það hann eigi ekki áfram borgarfulltra í Reykjavík. Flokkurinn fékk 6.1% síðast og þá var staglast á því að hann væri örflokkur, nú hann hefur þá verið það til fjölda ára því hann hefur verið með undir 8-9% alla jafna. Þú vildir náttúrulega að þetta "show" sem verið hefur undanfarna mánuði í borgarstjórn Reykjavíkur héldi áfram eða hvað? Hvaða meirihluta átti að mynda þegar þessi óstjórn fer frá? Ég gæti hins vegar verið sammála þér ef þú fullyrtir að þessi dæmalausi borgarstjóri væri búinn að vera í pólitík. Nú er bara að henda Samfylkingunni útúr ríkisstjórn og mynda nýja stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra. Þessir populistar í Samfylkingunni eru ótrúverðugir og ekki ríkisstjórninni til framdráttar.
ÞJ (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:14
Framsóknarflokkurinn kjölfesta?! Og hvaða 8-9% fylgi í borginni? Á landsmælikvarða er flokkurinn með 8-9% fylgi en í borginni svona á 1-2% rólinu. Óskar kemst á spjöld sögunnar sem síðasti borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Má minna á að formaður flokksins náði ekki einu sinni kjöri í síðustu þingkosningum í borginni.
En vissulega getur verið að exbé fái mann kjörinn á Súðavík og Grenivík í næstu kosningum, en örugglega ekki í borginni. S fær 6 menn, V 4 og D 4, þar sem D heldur áfram að grafa sér gröf.
Guðmundur Auðunsson, 14.8.2008 kl. 21:24
Góður
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.