22.7.2008 | 10:44
Loksins, loksins...
Einn versti stríðsglæpamaður Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar hefur nú loksins verið handtekinn. Ekki er seinna að vænta og verður hann nú sendur til Haag þar sem hann þarf að svara fyrir þúsundir fórnarlamba sem hann ber ábyrgð á með beinum og óbeinum hætti. Radovan Karadžić er dæmigert smámenni sem hinar hroðalegu kringumstæður spruttu af hruni Júgóslavíu leiddu illu heilli í ábyrgðarstöðu. Karadžićvar geðlæknir að mennt og framan af hafði lítinn áhuga á stjórnmálum. Faðir hans sat lengi í fangelsi í Júgóslavíu Tító´s sem meðlimur í hinum alræmdu útltra þjóðernissinnuðu serbísku Tsjétníks samtökum og virðist þjóðernisstefnan hafa síast inn í soninn. Hann gerðist snemma aðdáandi Dobrica Ćosić, sem var serbneskur þjóðernissinni sem var almennt fyrirlitin á tíma hinnar andþjóðernislegu ríkisstjórnar Tító. Við fráfall Tító 1980 uxu áhrif serbneskra þjóðernissinna sem leiddi loks til að þjóðernisdraugurinn var uppvakinn um allt landi, sérstaklega meðal Serba og Króata. Karadžić flutti ungur til Sarajevo frá Svartfjallalandi, þar sem hann var fæddur, en virðist sem serbískur útkjálkaismi hans hafi ekki fallið vel að hinu kósmópólitíska andrúmslofti í borginni. Karadžić fannst vera litið niður á sig af menntamönnum borgarinnar, sérstaklega þeirra með múslimskan bakgrunn og virðist þetta hafa m.a. brotist út í hvatningu hans í umsátrinu um Sarajevo 1992-1995 þegar þessi yndislega, fjölmenningarlega borg var sprengd í loft upp af serbneskum brjálæðingum sem Karadžić atti áfram. Versti stríðsglæpur í Evrópu á seinni hluta 20. aldarinnar var framinn af undirsátum Karadžić í Srebrenica, þar sem 8000 drengir og menn voru myrtir fyrir þá sök eina að hafa nöfn af íslömskum uppruna.
Þessi glæpamaður hefur nú loksins verið handtekinn og vonandi munu fórnarlömb hans finna réttlæti í Haag. Hér fagna íbúar Sarajevo handtöku Karadžić við júgóslavneska minnismerkið um fórnarlömb fasismans:
Karadzic framseldur til Haag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ég sé nú ekki betur en þeir séu búnir að handsama jólasveininn, af myndinni með fréttinni að dæma......
Mundi (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:07
, innra eðli manna virðist samt koma í gegn.
Guðmundur Auðunsson, 22.7.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.