Leita í fréttum mbl.is

Brava Björk

Vinkona mín Björk Vilhelmsdóttir hefur sýnt það hversu mikið er í hana spunnið sem stjórnmálamann. Hún gegnir mikilvægu trúnaðarstarfi fyrir Samfylkinguna sem borgarfulltrúi, en hefur samt undirstrikað mikilvægi máls Paul Ramses og fjölskyldu hans með því að lýsa því yfir að hún muni láta af stuðningi við ríkisstjórn sem hennar flokkur á aðild að nema Paul fái að koma aftur heim. Brava Björk. Ég túi ekki öðru en að fleiri Samfylkingarmenn muni feta í fótspor Bjarkar. Þetta er grafalvarlegt mál sem ríkisstjórnin getur vel leiðrétt. Sjálfur hef ég lýst því yfir að Ísland eigi ekkert erindi í Öryggisráð SÞ ef við brjótum svona grundvallarmannréttindi á fólki. Boltinn er hjá ríkisstjórninni, hálfkák eins og að biðja Ítali að sýna Paul skilning er einfaldlega hjákátlegt, ef landið sem Paul er með sterk tengsl við er ekki tilbúið að taka á máli hans, hvers vegna ættu Ítalir að gera það? Ef dómsmálaráðuneytið leiðréttir ekki ósköpin þá á Samfylkingin einfaldlega að rjúfa stjórnarsamstarfið. Meirihluti ætti síðan að vera á Alþingi til að veita ungu fjölskyldunni ríkisborgararétt, ef hægt var að veita gyðingahataranum Robert Fisher og tengadóttur fyrrverandi ráðherra slíkt.
mbl.is Í stjórnarandstöðu nema Ramses komi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband