Leita í fréttum mbl.is

Af lélegum afsökunum

Ég verð að segja að mér er líka ofboðið eins og viðmælendum mbl.is í þessari frétt. Daprar eru líka afsakanir ráðherra. Björn skýlir sér bak við Dýflinarsamninginn. Samkvæmt honum má (ath. má) senda fólk til baka til þess lands sem það kom fyrst til innan Schengen. Nú er mér spurn. Frá hvaða löndum utan Schengen er beint flug til Íslands? Að mínu viti eru þau aðeins 3. Bandaríkin, Kanada og Bretland. Þýðir það þá að við tökum einungis fyrir mál pólitískra flóttamanna frá þessum þremur löndum? Ingibjörg Sólrún segir að þetta heyri ekki undir hana. Vissulega er Útlendingastofnun undir Dómsmálaráðuneytið. En, málefni pólitískra flóttamanna eru byggð á samþykktum SÞ. Og málefni SÞ heyra undir hana. Henni er því skylt að taka á málinu. Ég undirstrika það sem ég sagði í fyrra bloggi mínu að ef þessi ófögnuður verður ekki leiðréttur mun ég beita mér fyrir því að Ísland verði ekki kjörið í Öryggisráð SÞ, enda ættum við þá ekkert erindi þangað.

Paul Ramses er með tengsl á Íslandi í gegnum veru hans hér sem skiptinemi. Það er því eðlilegt að hann leiti sér skjóls hér á landi. Til að komast hingað þurfti hann að millilenda í öðru Schengen landi og þar með samkvæmt reglum Schengen varð hann að sækja um áritun í því landi. Hann er með engin tengsl á Ítalíu. Hér hitti hann konu sína, þau eignuðust barn og svo voga stjórnvöld sér að senda lögreglu á heimili hans og rífa nýfæddan son hans úr örmum hans og senda hann úr landi. Er hægt að leggjast lægra. Angry


mbl.is Ráðherra viðurkenni mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér þetta er algjörlega óþolandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband