4.7.2008 | 12:53
Gersamlega óþolandi
Að senda Paul Ramses í "faðm" Berlusconi klíkunnar á Ítalíu er hneyksli. Ríkisstjórn Ítalíu er full af útlendingahöturum sem eru alls vísir til að senda hann í (hugsanlega) dauðann. Þeir munu líklega afsaka sig með því að hann hafi engar rætur á Ítalíu. Hann er með rætur á Íslandi, var þar við vinnu og á þar fjölskyldu. Það er ekki of seint að viðurkenna mistökin og bjóða Paul velkominn aftur heim til Íslands. Hvar er Samfylkingin, hvar er Ingibjörg?
Verði þessu stjórnarfarsofbeldi ekki hnekkt þá lýsi ég því hér með yfir að ég mun berjast af hörku gegn því að Ísland fái sæti í Öryggisráði SÞ. Ég hvet alla samlanda mína til hins sama. Ég lýsi því líka yfir að ég er tilbúinn að borga fyrir hluta af heilsíðuauglýsingu í New York Times þegar kemur að kjörinu í Öryggisráðið, sem vonandi yrði undirrituð af fjölda íslenskra ríkisborgara. Þar myndum við benda á þetta mál og hvetja ríki SÞ til að kjósa Ísland ekki í öryggisráðið. Boltinn er nú í höndum ríkisstjórnarinnar, það þýðir ekkert að skýla sér á bak við embættismenn.
Skrifum öll undir undirskriftarlistann.
Undirskriftarlisti til stuðnings Ramses | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Hann var hér ólöglega og hefur þar af engan rétt til að vera hér á landi.engin ástæða til að gera undanþágu sem gætu orðið fordæmi fyrir aðra flóttamenn.
sigurbjörn (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 13:01
Sigurbjörn, hann var hér löglega svo lengi sem Schengen áritunin var ekki útrunnin. Hann sækir síðan eðlilega um hæli í því landi sem hann hefur rætur. Hann á konu og barn hér á landi, ekki á Ítalíu. Svo er líka eðlilegt að hann sé hræddur við Berlusconi hyskið.
Fordæmi fyrir aðra flóttamenn? Heldur þú virkilega að Ísland sé eða muni fyllast af flóttamönnum? Við tökum þegar við miklu færri flóttamönnum en flest rík lönd.
Guðmundur Auðunsson, 4.7.2008 kl. 13:05
Frábært hjá þér! Þakka þér fyrir að taka á þessu líka, síðast þegar ég kíkti á undirskriftarlistann þá voru komnar 617 undirskriftir, við megum ekki láta deigan síga.
kv.
Linda, 4.7.2008 kl. 13:27
Takk fyrir þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2008 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.