Leita í fréttum mbl.is

Hollywood, Here I Come!

Ég hef ekki haft mikinn tíma til að blogga nýlega þar sem ég hef ákveðið að gerast kvikmyndastjarna! Er kominn um borð á bátnum sem rokkar(The Boat That Rocked) með stjörnum eins og Philip Seymour HoffmanRhys Ifans,  Kenneth Branagh, January Jones og Bill Nighy. Var við tökur út maímánuð í Dorset (á bátnum) og er í stúdíói í London í júní. Ég býst auðvitað við að fá óskarinn þar sem Hoffmann og Branagh hafa þegar unnið! Ég er auðvitað í stjörnuhlutverki þó ég eigi víst ekki að tala á ensku, heldur sænsku!

Ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að gerast stjarna er að íslendingafélagið sendi inn auglýsingu um að kvikmyndaframleiðendurnir væru að leita að norrænum mönnum til að leika áhöfnina á bátnum. Er byggt á sannsögulegum heimildum um sjóræningjastöð fyrir um 40 árum. Stöðin leigði sænskt skip (með áhöfn, þ.e.a.s. mér og öðrum minni spámönnum) og þess vegna eru kvikmyndaframleiðendurnir að leita að áhöfn fyrir bíómyndina. Ég sótti um í bríaríi, komst í gegnum forval og var síðan einn af þremur sem var valinn af leikstjóranum! Býst við að hann hafi verið að leita að einhverjum með "handsome, rugged and muscular look" og þess vegna valið mig auðvitað! Vinn m.a. með Finna og við eigum að tala sænsku í bakgrunninum. Það eru 5 leikarar sem eru í hlutverkum sænskra sjómanna og enginn er sænskur! Einugis 3 tala sænsku af okkur. Þurfti að rifja upp sænsk blótsyrði. Það var líka gaman að lyfta kollu með Philip Seymour, Bill, Rhys, Chris O´Dowd, Nick Frost, Ralph Brown og öðrum á pöbbunum í Dorset eins og hinum stórskemmtilega Rhys Darby. Þetta er lítið hlutverk en skemmtilegt og gaman að sjá hvernig kvikmyndabransinn virkar. Hlutverkið mitt er auðvitað (pínu)lítið, en ég ætti samt að vera sjáanlegur! Hef allavega skemmt mér konunglega. Góður leikarahópur, og bíómyndin er þrælfyndin, eins og Richard Curtis er von og vísa. Spái að myndin slái í gegn, ekki síst vegna þátttöku minnar!Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband