24.4.2008 | 09:52
Að hlaupa á sig
Einn helsti kosturinn við bloggið er að það er á rauntíma. Það þýðir að maður, jafnvel einhver sem búsettur er erlendis eins og ég, get tekið þátt í umræðum við landa mína hvar sem er í heiminum nær því eins og að hafa samræður við þá. En slíkt getur líka haft vandræði í för með sér, maður getur auðveldlega hlaupið á sig! Segjum sem svo að maður hefði eftirfarandi samtal: Ég (snillingurinn): "Heyrðu, ég sé að þeir hafa rekið Styrmi af Mogganum. Það hlýtur að vera vegna þess að hann er búinn að skamma Flokkinn of mikið nýlega". Vinur minn: "Ha, Mummi, veistu ekki að Styrmir er að verða sjötugur?". Ég: "Úps, er hann virkilega svona gamall, ég hélt að hann væri svona um 65 ára. Úps, þarna hljóp ég á mig. Er ÉG virkilega orðinn þetta gamall. Og þetta sem var svo flott samsæriskenning hjá mér". Síðan væri þetta samtal gleymt og grafið.
Vandamálið við bloggið slík vitleysa sem þessi getur fests á prenti. Nú hafði ég hlaupið illilega á mig. Hvað var hægt að gera. Ég ákvað að gera Björn Bjarnason og ritskoða bloggið mitt. Slíkt er auðvitað einungis hægt að gera í skjóli nætur. Ég stillti því vekjaraklukkuna á háf fjögur, tók til gúmmíhanskana, vasaljósið og sólgleraugun til að undirbúa það að læðast upp á skrifstofuna mína og ritskoða Styrmisbloggið mitt. Klukkan 7 í morgun vaknaði ég síðan þegar sonur minn vakti mig. Svona er þessi tækni, með gamaldags vekjaraklukkum stillir maður bara á þann tíma sem maður vill vakna á, en með vekjaranum í símanum þarf maður víst að velja um AM og PM. Og ég sem var búinn að undirbúa svo flottan Björn og ætlaði síðan að kommenta á ritskoðaða bloggið og hlæja að kommentum annarra því þeir hefðu greinilega misskilið bloggið mitt. Well, svo fór um sjóferð þá, tæknin brást mér og sólgleraugun voru aldrei sett upp.
Ætli það sé nokkuð eftir nema að biðja Styrmi Gunnarsson, Flokkinn og Ólaf Stephensen afsökunar á dellunni í mér. Óli Stef er ágætur fagmaður og góður drengur. Óska honum velfarnaðar í starfi. Vonandi þorir hann líka að setja sig stundum upp á móti flokknum eins og Styrmir gerði. Vissulega eru nú komin kynslóðaskipti á Mogganum. Njóttu eftirlaunanna vel Styrmir, þú hefur unnið fyrir þeim.
Nýr ritstjóri hlakkar til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Og við misstumaf góðum pistli
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.