6.12.2007 | 12:32
Hver er þá þörfin fyrir aðild að NATO?
Þessi yfirlýsing Svía undirstrikar það enn betur að það er engin ástæða af "öryggisástæðum" að vera aðilar að NATO. Í fyrsta lagi er það fáránlegt að ætla að eitthvert ríki myndi nokkurn tíma ráðast á Ísland. Hvers vegna hafa ríki t.d. ekki ráðist á Írland ef svo er, Írland er ekki í NATO og er með brandaraher. Einnig er það ljóst að ef einhverju ríki detti sú fjarstæða í hug að ráðast á Ísland, þá myndu nágrannaríki okkar (eins og Svíar) grípa inn í. Það er augljóst að ekkert gagn er af herþotum í baráttu við hryðjuverkamenn, svo væri einmitt vera okkar í NATO eina hugsanlega ástæðan fyrir því að hryðjuverkamönnum detti nokkurn tíman í hug að ráðast á Ísland.
Í stuttu máli er staðan þessi. Vera okkar í NATO gerir okkur að líklegra skotmarki hryðjuverkamanna. Það skaðar því öryggishagsmuni okkar að vera í NATO. Aðild okkar að NATO kemur því öryggi Íslendinga ekkert við. NATO er í dag fyrst og fremst hernaðarlegur og pólitískur armur utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það er því pólitísk ákvörðun okkar að vera í NATO sem kemur varnarmálum ekkert við. Með veru okkar í NATO erum við að lýsa því yfir að við styðjum árásarstefnu Bandaríkjanna og erum jafnvel tilbúin að fjármagna að hluta stríðsrekstur bandalagsins í Afganistan.
Ég segi því Ísland úr NATO, herinn er farinn.
Svíar myndu bregðast við árás á Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Bretar myndu ekki kæra sig um neitt vesen á Írlandi og gætu brugðist við. Auk þess sem írski herinn er betri en engin.
Svíþjóð hefur aftur á móti ekki minnstu getu til þess að standa í hernaðaraðgerðum hér á úthafinu.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:57
"Í fyrsta lagi er það fáránlegt að ætla að eitthvert ríki myndi nokkurn tíma ráðast á Ísland"
Stór orð og mikil. Skjótt skipast veður í lofti. Ég mæli með Mannkynssögunni. hvaða bindi sem er. Þar áttu eftir að uppgötva að það er eitt sem við getum alltaf stólað á að endurtaki sig. Það er stríð. Það hafa alltaf verið stríð. Þau geisa enn þann dag í dag. Meðan þjóðir og einstaklingar telja sig geta náð betri árangri með því að beta afli þá gera þær það.
Það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn og öskra sig heyrnarlausan á að það muni aldrei neitt koma fyrir.
Fannar frá Rifi, 6.12.2007 kl. 17:50
Jæja Fannar ... fræddu mig.
Fyrst þú ert svona vel að þér í mannkynsögunni... segðu mér hvenær hefur verið ráðist á Ísland. Fyrir utan Tyrkjaránið þar sem að nokkrir Alsíringar rændu í Vestmannaeyjum og Grindavík. Eitthvað sem víkingasveitin okkar gæti nú alveg ráðið við.
Málið er, að einu ríkin sem hafa getu til að vera með hernaðarbrölt í námunda við Ísland eru "með okkur í liði".
Joseph (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 19:32
Ég skal svara fyrir Fannar.
Íslenskt ríki varð ekki til fyrr en 1918.
Alla 19. öld og fram að sjálfstæði var það vilji Bretlands sem réði í raun N-Atlantshafinu að Ísland tilheyrði hinni meinlausu Danmörku. Auk þess héldu Danir upp reglulegum varðsiglingum.
Á 17. og 18. öld var Danmörk ekki eins meinlaus, raunar töluvert flotaveldi, og Dönsk herskip voru hér við eftirlit yfir siglingatímann. Herskipakoman féll niður hluta úr sumri 1627, eftir ófarir Dana í 30 ára stríðinu, og þá gripu Tyrkirni tækifærið.
Eftir 1918 lýstum við yfir ævarandi hlutleysi og gunnfánaleysi. Sú stefna virkaði ágætlega - á meðan að allt var með ró og spekt. Þá var landið hernumið af Bretum en þeir urðu á undan Þjóðverjum.
Frá stríðslokum höfum við verið í nánum tengslum við Bandaríkin og í NATO frá 1949. Þann tíma höfum við fengið að vera í friði sem sjálfstætt ríki og það er engin ástæða til þess að hreyfa við því fyrirkomulagi.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:19
Já, og eru Rússar "með okkur í liði"?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:20
Hér er nú að ýmsu að gæta.
Hversu mikil þörf er á þessum vörnum? Það er alltaf einhversstaðar stríð. Jú, jú, mikil ósköp, en það segir ekkert um hvort við þurfum á einhverjum hevörnum og hernaðarbandalgi að halda. Kannski er ekki algerlega hægt að útiloka hættu á innrás, en sú hætta er sáralítil, það er satt að segja nánast ekkert sem bendir til slíkrar hættu hér í þessum heimshluta nú og ólíklegt að það breytist í bráð. Við getum áreiðanlega gert ýmislegt betra við fjármuni okkar en að eyða þeim NATO-aðild, heræfingar o.s.frv.
En svo má líka íhuga þann félagsskap sem við erum í. Er ekki svolítð annkannalegt að vera í hernaðarsambandi við ríki sem við þurfum svo að vera að passa upp á að brjóti ekki alþjóðlög með því að fljúga hér um með fanga sem haldið er án dóms og laga í leynileg fangelsi þar sem jafnvel eru pyntingar í gangi? Gæti kannski verið að það séu Bandaríkin sem helst ógna heimsfriðnum nú um stundir - með NATO í eftirdragi? Nei, Rússar eru ekki með okkur í liði, en hlutlausu Íslandi þyrfti nær örugglega ekki að stafa hætta af Rússlandi.
Við skulum líka ath. hvort sú gífurlega vígvæðing, vopnaframleiðsla og sóun fjármuna í því sambandi sé líkleg til að gera heiminn friðsælli. Kannski er þetta svipað og með vopnaeignina í Bandaríkjunum, en vopnaeignin sjálf veldur sennilega meira mannfalli en hún kemur í veg fyrir.
Einar Ólafsson, 10.12.2007 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.