14.11.2007 | 11:49
Sorglega líkt og heima í vor
Úrslitin í þingkosningunum í Danmörku eru sorglega lík úrslitunum á Íslandi sl. vor. Vinstriflokkur bætir stórlega við sig, kratar standa í stað og fram kemur nýtt framboð sem virðist hafa mikinn byr í upphafi en botninn dettur síðan úr framboðinu á lokasprettinum. Og svo það sorglega, hægristjórn rétt hangir með meirihluta þrátt fyrir að hafa dottið út um nóttina. Vissulega er sigur SF glæsilegur og ég fagna sigrinum með félögum mínum í Danmörku, en vonbrigðin með að stjórnin haldi eru sár. Sérstaklega ef kratarnir í Færeyjum hefðu druslast til að ná manni inn og þar með gert alla færeysku og grænlensku þingmennina rauða þá hefðu áhrif rasistaflokksins Dansk folkeparti verið minnkuð verulega. Nú hangir hægristjórnin á bláþræði með stuðningi Piu Kærsgaard og er það hroðaleg staða. Betra hefði verið að stjórnin hefði þurft að reiða sig á Naser Khader.
Fogh áformar ekki að breyta stjórnarforminu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Það er líklegt að stjórnin þurfi einmitt að reiða sig á N.K. og félaga. Færeyski þingmaðurinn sem myndar síðasta manninn í meirihlutanum hefur tjáð að hann vilji lítt hafa með dönsk innanríkismál.
Í raun gott mál, því þá virkar vonandi lýðræðið aðeins betur en ella...
Sigurjón, 15.11.2007 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.