Leita í fréttum mbl.is

Hvað krefst þessara auknu varna?

Mér finnst það sorglegt að sjá jafn merkan stjórnmálamann og Ingibjörgu Sólrúnu, fyrrverandi herstöðvarandstæðing, falla fyrir vælinu um að landið geti ekki verið "óvarið". Hvers vegna í ósköpunum þurfum við á þessum norsku flugvélum að halda? Og hvers vegna þurfum við að eyða stórfé í slíka vitleysu? Í alvöru, fyrir hverjum eiga þessar fáránlegu herþotur að verja okkur gegn? Hryðjuverkamönnum? "Halló Noregur, okkur grunar að Al Kaída ætli að sprengja styttuna af Jóni Sigurðssyni, getið þið sent herþoturnar"? Eða á norski herinn að verja okkur gegn Rússum og Kínverjum? Íran? Norður Kóreu? Bandaríkjunum? Veran í NATO er þá gagnslaus eftir allt, veitir okkur enga vörn? Er þá ekki eins gott að yfirgefa samtökin?

Þessar þotur eru auðvitað brandari og enn fáránlegra að eyða peningum í þetta. Auðvitað var ljóst að ákveðin útgjöld myndu aukast þegar bandaríski herinn fór loksins. Hér erum við að tala um kostnað við reksturs Keflavíkurflugvallar og kostnað við björgunarþyrlur. Ekkert er sjálfsagðara en að bera kostnað af slíku. En eyðsla í einhvern hlægilegan "varnarsamning" við Noreg, sem augljóslega er gerður vegna þess að sjálfstæðismenn geta ekki sætt sig við það að þeir höfðu rangt fyrir sér eftir allt, herinn á Keflavíkurflugvelli var vita gagnlaus vegna einhverra ímyndaðrar varnarþarfar. Það er sorglegt að sjá annars ágætan stjórnmálaflokk eins og Samfylkinguna og (mögulega) einhvern besta utanríkisráðherra sem við höfum átt falla fyrir svona "varnarþarfardellu".


mbl.is Utanríkisráðherra ræddi varnarmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ólafsson

Mæl þú manna heilastur. Ég held það væri ráð að skipta orðinu "varnarmál" út fyrir "friðarmál". Að þeim fjármunum sem á að verja til varnarmála yrði frekar valið til friðarmála. Þegar herinn fór komu upp hugmyndir um að setjá stofn einhverskonar friðarsháskóla eða friðarrannsóknarstofnun á gamla herstöðvasvæðinu og síðan mundu Íslendingar ganga úr NATO og skipa sér sér stöðu sem friðflytjandi þjóð.

Einar Ólafsson, 25.6.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband