Leita í fréttum mbl.is

Sigurvegararnir eyddu minnstu

Það er athyglisvert að fylgið virðist vera í öfugu hlutfalli við eyðslu í auglýsingar! VG eyddi minnstu, og vann stærsta kosningasigurinn! Sjálfstæðisflokkurinn eyddi líka frekar litlu og vann ágætan sigur. Hins vegar eyddu Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn, sem töpuðu samanlagt um 10% mestu. Það eru allavega góðar fréttir að peningar virðast ekki ráða öllu um úrslit kosninga.

mbl.is Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörðu mestu fé í auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Raggi

Það er líka hægt að snúa þessu við.

Mánuði fyrir kosningar var Samfylkingin með tæplega 10% lægra fylgi í könnunum miðað við lokaniðurstöður.

VG töpuðu hinsvegar tæplega helmingnum af því fylgi sem þeir voru með í all-flestum könnunum í vor og í vetur.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miðað við fyrri kannanir. Var yfirleitt í yfir 40% fylgi en lækkaði umtalvert miðað við kostningarúrslit.

Íslandshreyfingin tapaði en Frjálslindir virðast standa nokkur vegin í stað eða hvað?

Þannig að það er hægt að skilja þessar niðurstöður á ýmsa vegu.

Miðað við þetta þá virðist þessi herferð Samfylgingarinn hafa virkað, eða hvað?

Bara svona smá innlegg

Kv Raggi

Raggi, 31.5.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Reyndar er dálítið til í þessu hjá þér Raggi. En menn verða að passa sig á því alhæfa ekki of mikið út frá skoðanakönnunum. Sjálfstæðisflokkurinn er ávallt ofmetinn, síðan er sveiflan á flokka sem eru í mikilli sókn nær alltaf ýkt. Það kemur til vegna þess að stuðningsmenn flokka í sókn, eins og VG í síðustu kosningum, gefa sig venjulega upp fyrr en aðrir þannig að slíkir flokkar eiga minna í óákveðnu atkvæðunum. Svo eru alltaf einhverjir sem "fara til baka", í þessu tilfelli frá VG yfir á Sf á kjördag. En vissulega má færa rök fyrir því að Samfylkingin gæti hafa náð til sín óákveðnu fylgi vinstrimanna á lokasprettinum, m.a. vegna auglýsinga. Reyndar tel ég að kosningabarátta S hafi verið vel rekin, persónulega tötsið með rósunum og að ganga hús úr húsi virkaði vel. Einnig stóðu fótgönguliðar S sig mjög vel, eru t.d. einfaldlega mun fleiri en hjá VG, þó síðarnefndi flokkurinn sé miklu öflugri skipulagslega en fyrir 4 árum.

Guðmundur Auðunsson, 31.5.2007 kl. 12:56

3 Smámynd: Raggi

Ég er alveg sammála þér, gaman að velta þessu fyrir sér. Annars bind ég miklar vonir við þessa ríkisstjórn. Hin leiðin, VG, SF, Frjálslyndir og Framsókn hefði verið ansi spennandi, líklega haldið fyrir manni vöku á blogginu:)

Kv Raggi

Raggi, 31.5.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband