Leita í fréttum mbl.is

Ný helmingaskiptastjórn

Jæja, núna virðist ný helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar vera að smella saman. Þetta var auðvitað það sem við var að búast, þrátt fyrir það að Framsókn virtist reyna að leggja flokkinn endanlega niður með því að hanga í áfram í fráfarandi stjórn. Vissulega hefði verið gott að losna við Sjálfstæðisflokkinn líka úr stjórn en svona fóru nú kosningarnar, stjórnin hélt velli og gaf þar með Sjálfstæðisflokknum óvenju sterka stöðu sem erfitt var að vinna gegn.

Þessi ríkisstjórn getur þróast á alla vegu. Þetta er ekki ný"Viðreisnarstjórn", Samfylkingin er hvorki Alþýðuflokkurinn né Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn kemur aldrei til með að ráða öllu eins og í stjórn með A og síðustu 12 ár með B. Hins vegar er ákveðin hætta á að þetta verði hægristjórn ef hægriöflin í Samfylkingunni ná yfirhöndinni. Það verður því gífurlega mikilvægt hlutverk stjórnarandstöðunnar Vinstri grænna (ekki búast við miklu af smáflokkunum Framsókn og Frjálslyndum) að halda stjórninni við efnið og draga hana til vinstri. Hvort ný ríkisstjórn verður hægristjórn eða miðjustjórn verðum við síðan að sjá.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband