16.5.2007 | 16:18
Hvað þarf að refsa Framsóknarflokknum oft þar til hann nær skilaboðunum?
Ég tel það fjarstæðu fyrir Framsóknarflokkinn að halda áfram núverandi ríkisstjórn nema flokkurinn sé haldinn sterkri sjálfseyðingarhvöt. Hvað þarf þjóðin oft að refsa Framsóknarflokknum í kosningum áður en flokkurinn nær þessu? Með því að fara í enn eina hægristjórn er flokkurinn að segja skýrum rómi að hjá honum snúist þetta bara um völd. Skynsamlegast væri fyrir Framsóknarflokkinn að verja minnihlutastjórn V og S falli, þannig gæti flokkurinn slegið tvær flugur í einu höggi. Endurbyggt sig utan stjórnar en samt sýnt ábyrgð með því að stuðla að breytingum sem kjósendur augljóslega vildu. Efast samt um að exbé nái þessu, enda virðist flokkurinn orðinn samvaxinn Sjálfstæðisflokknum. Einstakir flokksmenn hafa þó augljóslega skilið skilaboðin frá kjósendum.
Hvað er þá í stöðunni? Helst vildi ég að vinstriflokkarnir stæðu saman, teldi slíkt farsælast fyrir samfélagið. En Sjálfstæðisflokkurinn er ólíklegur til að fara í þriggja flokka stjórn. Þá er skárra að sjá DV stjórn en DS, því ég er hræddur um að hin síðarnefnda myndi leiða til þess að hægri armur Samfylkingarinnar næði yfirhöndinni og við gætum séð hreina hægristjórn sem gæti m.a.s. gengið svo langt að einkavæða Landsvirkjun. DV stjórn myndi hins vegar geta haft skýr markmið, sérstaklega í efnahagsmálum. VG myndi að sjálfsögðu gera ákveðnar lágmarkskröfur, m.a. um stóriðjustopp, skattatilfærslur til baka til láglaunafólks frá hálaunafólki og svo því að hætta blindum stuðningi við klerkastjórnina í Washington. Ætti ekki að vera of erfitt þar sem margir Sjálfstæðismenn eru búnir að fá nóg af glæpum bandaríkjastjórnar. Vissulega væri DV stjórn enginn ídeal kostur, auðvitað væri best að losna við báða ríkisstjórnarflokkana úr stjórnarráðinu. Þess vegna vildi ég helst sjá minnihlutastjórn V og S. En svona fóru nú kosningarnar einu sinni og landið þarf á að halda öflugri ríkisstjórn sem getur hreinsað upp eftir eyðslufyllerí síðustu ára.
Framsóknarmenn taka afstöðu til stjórnarsamstarfs í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Hef grun um að þetta sé einn alsherjar hausverkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.