Leita í fréttum mbl.is

Betur má ef duga skal

Það yrði skelfilegt fyrir íslendinga ef niðurstöður kosninganna væru þær einar að fylgi færðist dálítið milli stjórnarflokkanna og á milli stjórnarandstöðuflokknanna. Samkvæmt nýjustu Gallup könnuninni bætir ríkisstjórnin við þingstyrk sinn ef eitthvað er þó svo að Framsóknarflokknum sé réttilega refsað fyrir íhaldsþjónkun sína. Eitthvað virðast félagar mínir í Samfylkingunni kætast, en einhverjar tilfærslur milli vinstriflokkanna skipta litlu máli ef við ætlum að breyta íslenska samfélaginu. Betur má ef duga skal. Nú þurfa vinstrimenn að bretta upp ermarnar, flokkarnir þurfa að ná sem næst 45% fylgi samanlagt. Það var alltaf vitað að sveiflan yfir á VG væri ýkt enda erfitt fyrir nokkurn flokk að þrefalda fylgi sitt. Tvöföldun yrði auðvitað ótrúlegur sigur. En þó vissulega stefni í það að VG verði sigurvegari kosninganna þá yrði slíkur sigur bitur ef ríkisstjórnin héldi áfram eina ferðina enn.

Annars verður maður að vona að Sjálfstæðisflokkurinn sé vel ofmetinn um 4-5% fylgi í þessari könnun. Tölurnar sem birtar voru nýlega úr Reykjavík Norður voru frábærar, vinstriflokkarnir með vel yfir 50% fylgi og exbé fjarri því að ná manni inn. Það var könnun sem vert var að fagna, ekki þessi lélega könnun sem voru slæmar fréttir fyrir vinstrimenn. Brettum upp ermarnar og fellum ríkisstjórnina. Ég kýs V, aðrir vinstrimenn kjósa S. Það er samanlagt fylgi vinstriflokkanna sem skiptir mestu.

 


mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ansi hrædd um að þið þurfið að taka okkur með inn í myndina ef þið ætlið að fella ríkisstjórnina.  XF.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Reyndar er það rétt Cesil að stjórnin fellur ekki án Frjálslyndaflokksins. Enda geri ég ekki ráð fyrir meira en 45% fylgi á vinstriflokkana. Persónulega vildi ég heldur sjá Íslandshreyfinguna sem þriðja flokk í vinstri stjórn en það virðist sem hreyfingin sé andvana fædd. Það er vissulega ágætt fólk í Frjálslynda flokknum en Jón Magnússon og Nýs Vettfangs klíkan er að reyna að breyta flokknum í Fremskridspartied.

Guðmundur Auðunsson, 4.5.2007 kl. 14:29

3 Smámynd: Þarfagreinir

Áttu nú ekki frekar við Nýtt Afl? Nýr Vettvangur er orðinn frekar gamall núna.

Þarfagreinir, 4.5.2007 kl. 23:21

4 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Ha, ha, auðvitað átti ég við "Nýtt afl"! Nýr vettvangur er auðvitað álíka "nýr" og New Labour í dag! 

Guðmundur Auðunsson, 5.5.2007 kl. 13:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Íslandshreyfinginn er klofin því miður.  Ómar er hugsjónamaður, en Margrét er þarna á allt öðrum forsendum.  Eða eins og einn góður maður sagði, þú rekur ekki kosningabaráttu á heiftinni einni saman.  Þannig er það nú því miður.  Guðjón Arnar er vandaður maður og góður, flestir aðrir í forystusveitinni eru vandaðir menn og samkvæmir sjálfum sér.  En það er að mínu mati það sem mestu máli skiptir.  Að menn tali hreint út um hvað þeir meina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband