25.4.2007 | 10:54
Í Afríku eru barnahermenn endurhæfðir...
...og reynt að hjálpa þeim til að aðlaga sig samfélaginu eftir ömurleg stríðsátök. Bandaríkjamenn aðhyllast greinilega ekki slíka mannúðarstefnu, enda leggja þau sig fram að handtaka börn og halda þeim í fangabúðum. Gengu m.a.s. svo langt að handtaka svo ung börn sem 12 ára og fangað þau í Guantanamo (reyndar var þessum börnum sleppt eftir um tveggja ára vist í pyntingarbúðunum). Nú lögsækja þau barnahermann fyrir morð af því að hann réðist á erlendan innrásarher í Afganistan! Eru menn ekki í lagi? Bandaríkjastjórn telur greinilega að árásir á innrásarher þeirra séu morð og hryðjuverk, meðan þeim þykir ekki tiltökumál að drepa tugþúsundir almennra borgara í erlendum löndum. Hvernig í ósköpunum getur árás á innrásarhermann talist til morðs? Hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að telja árásir á bandaríska hersetuliðið í Írak sem hryðjuverk (má m.a. benda á að bandaríska pressan talar enn um það sem hryðjuverkaárás þegar líbanskir skæruliðar réðust á bandaríska innrásarherinn í þeirra eigin landi 1982). Með sömu rökum voru allar árásir á þýska hermenn í seinni heimstyrjöldinni morð.
Þessi lögsókn á manni sem var handtekinn 15 ára gamall er auðvitað slík fjarstæða að maður hefði talið að jafnvel bandaríkjastjórn myndi ekki detta slík della í hug. Viðkomandi var augljóslega barnahermaður og átti að hjálpa honum til að aðlagast samfélaginu á ný. Er viss um að kanadamenn hefðu getað hjálpað honum. Að loka drenginn inni í pyntingarbúðum í 5 ár og lögsækja hann fyrir morð á innrásarhermanni sýnir auðvitað alveg ótrúlegan hroka og mannfyrirlitningu. Greinilegt að bandaríkjastjórn þarf að taka sér Afríkuríki sér til fyrirmyndar í mannréttindarmálum.
Fangi í Guantánamo-búðunum ákærður fyrir morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.