Leita í fréttum mbl.is

Vinstrimenn verða að herða róðurinn

Slæmu fréttirnar í þessari könnun eru að Sjálfstæðisflokkurinn er allt of sterkur. Spái því samt að D sé töluvert ofmetinn, flokkurinn endar líklega í kringum 36%. Góðu fréttirnar eru auðvitað að Framsóknarflokkurinn er búinn að festa sig í sessi sem smáflokkur. Spái því að flokkurinn megi þakka fyrir ef hann skríður í tveggja stafa tölu. Jón Sigurðsson er örugglega ekki á þingi, nema að hann detti inn sem uppbótamaður fyrir einhverja slysni.

Á vinstrivængnum er ekkert óeðlilegt að Samfylkingin bæti við sig í kjölfar landsfundar. Einnig held ég að allir hafi vitað að svimandi hæðir í fylgi VG væru eitthvað ýktar. Í raun er allt yfir 15% fylgi stórsigur fyrir VG, svo ég tali nú ekki um nær 20% fylgi sem er vissulega raunhæft. Samfylkingin endar líklega í kringum 25% fylgi sem væru vissulega vonbrygði fyrir flokkinn en alls ekkert hrun eins og margir óttuðust. Fyrir mig skiptir mestu máli að vinstriflokkarnir tveir verði nálægt 45% fylgi samanlagt, ca. 20% VG og 25% Sf.


mbl.is Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband