19.4.2007 | 10:44
Vinstrimenn verða að herða róðurinn
Slæmu fréttirnar í þessari könnun eru að Sjálfstæðisflokkurinn er allt of sterkur. Spái því samt að D sé töluvert ofmetinn, flokkurinn endar líklega í kringum 36%. Góðu fréttirnar eru auðvitað að Framsóknarflokkurinn er búinn að festa sig í sessi sem smáflokkur. Spái því að flokkurinn megi þakka fyrir ef hann skríður í tveggja stafa tölu. Jón Sigurðsson er örugglega ekki á þingi, nema að hann detti inn sem uppbótamaður fyrir einhverja slysni.
Á vinstrivængnum er ekkert óeðlilegt að Samfylkingin bæti við sig í kjölfar landsfundar. Einnig held ég að allir hafi vitað að svimandi hæðir í fylgi VG væru eitthvað ýktar. Í raun er allt yfir 15% fylgi stórsigur fyrir VG, svo ég tali nú ekki um nær 20% fylgi sem er vissulega raunhæft. Samfylkingin endar líklega í kringum 25% fylgi sem væru vissulega vonbrygði fyrir flokkinn en alls ekkert hrun eins og margir óttuðust. Fyrir mig skiptir mestu máli að vinstriflokkarnir tveir verði nálægt 45% fylgi samanlagt, ca. 20% VG og 25% Sf.
Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.