10.4.2007 | 19:57
Kjarninn í kosningunum
Kjarninn í komandi kosningum er réttlæti. Við íslendingar höfum lengi verið þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í samfélagi þar sem jöfnuður er meiri en gerist og gengur í kringum okkur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur unnið markvisst að því að auka ójafnræði í samfélaginu, eins og VG bendir á. Hér eru nokkrir góðir punktar úr áætlun VG um að útrýma fátækt:
Því miður er erfiðara að vera tekjulítill og sjúkur nú en þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hófu samstarf árið 1995.
Það er erfiðara að vera tekjulítill og húsnæðislaus en það var árið 1995.
Það er erfiðara að vera tekjulítill og með börn á framfæri en það var árið 1995.
VG mun einbeita sér að því að allir fái notið hins besta sem íslenskt samfélag hefur upp á að bjóða.
Það er lífsnauðsynlegt að snúa af þeirri hræðilegu braut sem íslenskt samfélag er dregið eftir af núverandi ríkisstjórn. Þrátt fyrir að heildarskattbyrðin á Íslandi hafi aukist töluvert á síðustu 16 árum, þá hefur skattbyrði þeirra tekjuminnstu aukist. Þetta er einsdæmi. Þegar Thatcher lækkaði skatta stórlega í Bretlandi þá lækkaði hún þá vissulega mest hjá hátekjufólki. En skattar lágtekjufólks ukust allavega ekki. En á Íslandi gerðist það fáheyrða óréttlæti að skattar af fjármagni, hátekjufólki og fyrirtækjum lækkaði meðan skattar á þeim lægst launuðu jukust. Þetta þýðir einfaldlega að átt hefur sér stað stórfelld tekjufærsla frá þeim sem minna meiga sín til þeirra efnuðu. Og þessu er ríkisstjórnin stolt af!
Mál er að linni. Við verðum að henda stjórnarflokkunum úr stjórnarráðinu og byrja að hreinsa til. Forgangsverkefnið er að færa skattbyrðina aftur af mjóu bökunum yfir á þau breiðari. Það er einfaldlega réttlætiskrafa að láglaunafólkið fái það til baka sem ríkisstjórnin er búin að taka frá þeim og setja í vasa hinna ríku. Þetta hefur ekkert með öfund að gera, þetta er bara spurning um réttlæti.
VG leggur fram áætlun um að útrýma fátækt á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.