13.3.2007 | 18:07
Fyrsta bloggfærsla
Jæja, þá er maður loksins búinn að láta verða af því að stofna bloggsíðu heima. Er búið að vera á "to do" listanum um nokkurn tíma. Gott að nota tækifærið núna fyrir kosningar, enda stefnir loksins í það að við losnum við ríkisstjórnarómyndina og fáum vinstristjórn. Svo hef ég auðvitað voða gaman af því að rífast um stjórnmál, þannig að nú er rétta tækifærið að stofna bloggsíðu!
Ég er nú búinn að búa erlendis í yfir 15 ár, síðan ég fór í nám, þannig að ég get sagt að ég sjái ástandið heima (takið eftir ég nota enn orðið "heima" um Ísland) að hluta með gests augum. Ég mun auðvitað blogga um stjórnmálin á Íslandi, í Bretlandi þar sem ég nú bý og annarstaðar eftir þörfum, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem ég þekki vel til þar síðan ég bjó í Washington. Svo er konan líka bandarísk þannig að það eru hæg heimatökin.
Svo er það bloggnafnið. Þjálfi skal það vera. Þjálfi er bróðir Röskvu, sem voru eina mannfólkið sem komst lifandi til Valhallar í goðasögunum. Það er auðvitað löngu kominn tími á að mannfólkið taki við af goðunum í Valhöll. Þegar ég var í háskólanum á Íslandi þá stofnuðum við nokkrir vinstrimennirnir Röskvu, samtök félagshyggjufólks í HÍ: Margir framámenn vinstrimanna í stjórnmálunum í dag koma úr Röskvu. Félagið var stofnað til að gera veg vinstrimanna sem mestan meðal stúdenta, í Röskvu sameinuðust vinstrimenn í háskólanum. En stundum þarf Röskva á hjálp frá stóra bróður að halda. Stundum villist hún af réttri leið. Þá er alltaf gott að eiga að stóran bróður sem vill henni allt það besta. Þá er gott að eiga stóran bróður sem segir henni hlutina eins og þeir eru. Það mun Þjálfi reyna að gera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning