Leita í fréttum mbl.is

Jæja, var bönkunum þá betur komið í einkavinaeign?

Fyrir nokkrum árum voru bankar almennings einkavinavæddir. Heittrúaðir frjálshyggjumenn töluðu um hversu "fáránlegt" það væri fyrir almenning að reka banka, þeim "væri betur komið í höndum einkaaðila" o.sv.fr. Nú er auðvitað komið í ljós að allt kjaftæðið um "fé án hirðis" þýddi í raun, "gæðum sem mest á almenningi, ef vel gengur fáum við gróðann, ef illa fer ber almenningur tapið". Nú kemur síðan í ljós að bankarnir virðast hafa tekið sig saman að reyna að þvinga ofsagróða til sín á kostnað almennings með því að fella krónuna. Hugmyndin var augljóslega að sækja stóra bónusa vegna gjaldeyrisgróða á kostnað almennings, sem hefði borgað brúsann með aukinni verðbólgu og hærri lánum. Þetta var hluti af stórfelldum píramídaleik sem nú hefur sprungið framan í þjóðina.

Nú spyr ég, halda menn að Landsbankinn og Búnaðarbankinn, ef þeir hefðu verið áfram ríkisbankar, hefðu tekið sig saman að rústa efnahagskerfi landsins á þennan hátt? Þetta gerir það augljóst að einkaaðilum er ekki treystandi fyrir bönkunum. Almenningur verður að reka bankana og þeim einkabönkum sem starfa vilja verður að setja þröngar skorður. Að sjálfsögðu á að reka bankana á faglegan hátt, ekki pólitískan hátt eins og í gamladaga. En augljóst er allavega að einkaaðilum er ekki treystandi fyrir bankarekstri.


mbl.is Árás á fullveldi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar ber kerfið sem um ræðir lítil merki þess að vera afsprengi frjálshyggju.  Jújú vissulega voru bankir reknir af einstaklingum en öll verðmyndun á markaði var ráðin af opinberum aðilum, sbr. stýrivexti SÍ.  Einnig er ábyrgðasjóður innlána opinbert fyrirbæri sem tekur úr sambandi samhengið milli ávöxtunar og áhættu.  Ég hafna því að hér hafi frjálshyggja tröllriðið öllu eins og haldið er fram, íslenska ríkið hefur þanið sig út á öllum hugsanlegum sviðum, sbr. tekjur, útgjöld og fjölda starfsmanna.  Hér hefur engin frjálshyggja ráðið ríkjum og Geir Haarde og hans kónar eru langt í frá frjálshyggjumenn.  Mögulega hefur einhvers konar form af kapitalisma fengið að rúlla hérlendis en frjálshyggja var það ekki.

Blahh (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:10

2 identicon

Það getur vel verið að það ekki ekki verið eiginleg frjálshyggja á þessu landi. En ég vil að þú útskýrir út frá hvaða hugmyndum þú ert að miða Blahh. Hinsvegar finnst mér það útí hött að menn sem kalla sig frjálshyggjumenn og hafa stutt það litla regluverk og það litla aðhald sem hefur verið í fjármálaheiminum hérna undanfarið skulu koma í fjölmiðla og tala gegn því sem þeir hafa predikað síðustu ár. Pétur Blöndal er ekkert nema asni og hræsnari. Hann er formaður skattanefndar alþingins og við erum í hópi með Mexico yfir lönd sem hafa hækkað skattbyrgði á þá íbúa sem hafa það verst.

Það hefur bara sýnt sig að hinn frjálsimarkaður ef hann fær að gera það sem honum sýnist þá mun hann stinga okkur í bakið og reka í gegn. Manneskjan er gráðug og með frjálsan markað að vopni, þá eru henni allir vegir færir. Það er fáviska að fara að tala um að við ættum að ganga lengra í frjálshyggjunni til að finna betri leið, vandamálið er að við gengnum of langt.

Elías (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Blahh, samkvæmt frjálshyggjunni hafa einkafyrirtæki einungis eitt markmið, að hámarka hagnað fyrir hluthafana. Sem frjálshyggjumaður hlýtur þú því að hafa verið mjög fylgjandi því að bankarnir tækju stöðu gegn íslensku krónunni til að græða á hugsanlegu falli hennar. Einkafyrirtæki eiga ekkert að skipta sér af því hvor einhverjir aðrir kynnu að tapa á hruni krónunnar, það er einfaldlega ekki hlutverk þeirra. Þetta ætti frjálshyggjumaðurinn Pétur Blöndal að skilja og er því væl hans um "aðför að sjálfstæði Íslands" gegn eigin trúarskoðunum.

Ef markmið bankanna er að græða sem mest, þá var ekkert að því hjá þeim að reyna að rústa krónunni. En það afhjúpar einmitt fáránleika slíkra trúarbragða, auðvitað er það óþolandi að einkafyrirtæki komist upp með að reyna að rústa krónunni. Þar sem einkabankar eiga einungis að græða þá er einkaaðilum einfaldlega ekki treystandi fyrir bönkunum, því þeir gegna of mikilvægu hlutverki í hagkerfinu til að þeir megi rúlla. Trúarbrögðin ganga einfaldlega ekki upp Blahh, þú getur auðvitað haldið áfram að berja hausnum við steininn svona eins og gömlu stalínistarnir gera, en frjálshyggjan er einfaldlega dauð sem hugmyndafræði. Og farið hefur fé betra.

Guðmundur Auðunsson, 4.11.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband