Leita í fréttum mbl.is

Sigur heilbrigðar skynsemi

Stundum standa menn frammi fyrir kostum sem eru allir slæmir. Icesave reikningar sem "snillingarnir" í Landsbankanum sendu þjóðinni voru slíkt dæmi. Í þeirri stöðu var enginn kostur góður. Við getum ekki með góðu móti mismunað innlendum og erlendum innistæðueigendum Landsbankans og sitjum við því uppi með sukkreikning fjárglæframannanna. Hins vegar er ljóst að við getum ekki tekið á okkur of íþyngjandi skuldbindingar, það skuldum við framtíðinni. Lendingin á Alþingi er því til fyrirmyndar. Meira að segja stjórnarandstaðan virðist hafa skilið alvarleika þessa máls (fyrir utan Framsóknarflokkinn, en hann er hættur að skipta máli í pólitík). Breið samstaða var nauðsynleg til að ná sátt um þetta. Stóru sigurvegararnir í þessu eru VG "uppreisnarmennirnir", sérstaklega Ögmundur og Lilja Mósesdóttir. Þau hafa sannað það í þessu máli öllu að skinsamlegar athugasemdir við upprunalega frumvarpið geta skilað árangri ef menn taka á málinu af festu og alvöru. Árni Þór og Guðbjartur í fjárlaganefnd eiga líka heiður skilið fyrir vasklega framgöngu. Til hamingju Alþingi.

Við megum hins vegar aldrei missa sjónar af því hverjir bera ábyrgð á ósköpunum. Landsbankafjárhættuspilararnir og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins sem leyfðu þeim að spila með eignir og mannorð íslendinga í alþjóðlegum fjárhættuspilum bera sökina. Núverandi ríkisstjórn er einfaldlega í þeirri ömurlegu stöðu að hreinsa upp skítinn. Mönnum er hollt að hafa það í huga þegar þeir réttilega sýna reiði sína yfir þeirri ömurlegu stöðu sem við erum í.


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband