Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Góð hugmynd

Að byggja sundlaug í Fossvogsdal er mjög góð hugmynd. Sundlaug fellur vel að fólkvöngum og má hanna hana með því móti að hún falli vel að umhverfinu. Með þessu væri staða Fossvogsdals endanlega fest í sessi sem umhverfilsperlu og allar hugmyndir um fossvogsbraut endanlega jarðaðar. Svo mætti líka hafa sundlaugina bílastæðalausa til að hvetja notendur til að labba eða hjóla í sund.
mbl.is Vilja sundlaug í Fossvogsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður drengur fallinn frá

Minn góði félagi Jón Gunnar Grjetarsson er fallinn frá. Við Jón Gunnar kynntumst þegar við stóðum saman í stúdentapólitíkinni á seinni hluta 9. áratugarins. Í stúdentaráðskosningunum 1985 kom það í minn hlut að leiða lista Félags vinstrimanna í Stúdentaráðskosningunum en Jón Gunnar leiddi listann til Háskólaráðs. Jón Gunnar var frábær fulltrúi okkar stúdenta og naut stuðnings langt út fyrir raðir okkar vinstrimanna. Hann var ávallt yfirvegaður og málefnalegur og þegar við vorum saman í framboði var hann maðurinn með reynsluna og þekkinguna, meðan ég og margir aðrir á stúdentaráðslistanum vorum nýbyrjuð í háskólanum og skorti oft á reynsluna þó ekki vantaði ákefðina. Jón Gunnar hjálpaði okkur oftar en ekki niður á jörðina á þessum umbrotatímum í stúdentapólitíkinni. Síðar varð Jón Gunnar einn þekktasti fréttamaður þjóðarinnar, þekktur fyrir málefnalegan fréttaflutning og yfirvegun eins og hans var von og vísa. Jón Gunnar skilur eftir sig stórt skarð í íslenska samfélaginu.

Ég sendi aðstandendum Jóns Gunnars samúðarkveðjur mínar og megi gæfan fylgja þeim í framtíðinni. 


Hver er þá þörfin fyrir aðild að NATO?

Þessi yfirlýsing Svía undirstrikar það enn betur að það er engin ástæða af "öryggisástæðum" að vera aðilar að NATO. Í fyrsta lagi er það fáránlegt að ætla að eitthvert ríki myndi nokkurn tíma ráðast á Ísland. Hvers vegna hafa ríki t.d. ekki ráðist á Írland ef svo er, Írland er ekki í NATO og er með brandaraher. Einnig er það ljóst að ef einhverju ríki detti sú fjarstæða í hug að ráðast á Ísland, þá myndu nágrannaríki okkar (eins og Svíar) grípa inn í. Það er augljóst að ekkert gagn er af herþotum í baráttu við hryðjuverkamenn, svo væri einmitt vera okkar í NATO eina hugsanlega ástæðan fyrir því að hryðjuverkamönnum detti nokkurn tíman í hug að ráðast á Ísland.

Í stuttu máli er staðan þessi. Vera okkar í NATO gerir okkur að líklegra skotmarki hryðjuverkamanna. Það skaðar því öryggishagsmuni okkar að vera í NATO. Aðild okkar að NATO kemur því öryggi Íslendinga ekkert við. NATO er í dag fyrst og fremst hernaðarlegur og pólitískur armur utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það er því pólitísk ákvörðun okkar að vera í NATO sem kemur varnarmálum ekkert við. Með veru okkar í NATO erum við að lýsa því yfir að við styðjum árásarstefnu Bandaríkjanna og erum jafnvel tilbúin að fjármagna að hluta stríðsrekstur bandalagsins í Afganistan.

Ég segi því Ísland úr NATO, herinn er farinn.


mbl.is Svíar myndu bregðast við árás á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að kaupa stjórnmálamenn?

Mér finnst fréttin að íhaldsmaðurinn Pia Christmas-Møller hafir yfirgefið flokkinn merkileg sérstaklega með tilliti til "söfnunar" til að "kaupa þingmann" frá ríkisstjórninni (sjá morgunblaðsfrétt hér). Hvað ætli það hafi safnast miklir peningar í söfnuninni? Whistling

Annars hef ég nú ekki trú á öðru en þetta sé annað en tilviljun og  Christmas-Møller hafi bara verið óánægt með forystuna. En það breytir því ekki að sérkver stjórnarþingmaður er í sterkari stöðu en ella vegna mjögnaums meirihluta dönsku ríkisstjórnarinnar. Þó ég vildi gjarnan lostna við þá hroðalegu ríkisstjórn verður maður auðvitað að vona að ekki sé hægt að kaupa stjórnmálamenn með peningum.


mbl.is Dönsku stjórnarflokkarnir í minnihluta á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband