Leita í fréttum mbl.is

Við skilgreinum okkur ekki sem vinstri flokk

Hjálp. Crying Hvað hefur komið fyrir samtökin sem ég tók þátt í að stofna fyrir 20 árum? Er virkilega svo illa komið fyrir stúdentum á Íslandi að menn skammist sín fyrir að hafa pólitískar skoðanir? Æ, æ, má ekki styggja neinn? Hvaða aumingjaskapur er þetta? Stúdentaráð Háskóla Íslands er ekki skemmtinefnd í framhaldsskóla. SHÍ eru hagsmunasamtök stúdenta og því í eðli sínu pólitísk. Ég skammaðist út í Vöku í síðasta bloggi, enda er sauðagæra útungunarstöðvar Sjálfstæðisflokksins gersamlega óalandi og óferjandi (má ég þá heldur biðja um "snarvitlausa" en þó skemmtilega öfgahægrimenn eins og Óla Björn Kárason, sem var í stúdentabaráttunni aðeins á undan mér, hann skammaðist sín allavega ekki fyrir að vera hægrimaður). En mikil eru vonbrigði mín með félagið "mitt" Röskvu, ef að Lilja Guðrún Jóhannsdóttir er dæmigerð fyrir frammámenn þar í dag. Hún segir í viðtali við Moggan: "Við leggjum áherslu á jafnrétti allra til náms og mögulega telst það vinstra megin en við skilgreinum okkur ekki sem vinstri flokk". Fyrri hlutinn er bara almennt japl meðan seinni hlutinn er skelfilegur. Lilja, Röskva heitir fullu nafni "Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskóla Íslands". Þau voru stofnuð sem samtök vinstrisinnaðra stúdenta. Orðið félagshyggja skírskotar til vinstri, enda virkar það sem bein þýðing á orðinu socialism (félags-hyggja). Ef þú eða félagar þínir vilja breyta félaginu og stofna Röskvu, samtök áhugamanna um skemmtanir og prófaskil við Háskóla Íslands" þá er allavega lágmark að þú berir fram tillögu þess efnis á aðalfundi félagsins.

Stúdentabaráttan er í eðli sínu pólitísk. Þó vissulega fari hagsmuni pólitískra samtaka stúdenta oft saman (eins og t.d. í sveitarstjórnum þar sem oft er samkomulag um flest mál) þá skilur vissulega á milli. Og lífskoðanir stúdenta ráða þar mestu hvernig tekið er á ágreiningsmálunum. SHÍ er því pólitísk stofnun og Röskva pólitískt félag stúdenta (NB, ekki flokkspólitískt, þar er mikill munur á, samtök vinstrisinnaðra stúdenta hafa aldrei verið flokkspólitísk). Ef menn vilja starfa í nemendaráði þá eru flestar námsbrautir með slík. Svo eru einnig flest námsbrautafélög með skemmtinefndir. En stúdentabaráttan á að vera pólitísk. Stúdentar hafa í gengum söguna verið í fararbroddi fyrir róttækum breytingum og framfarasinnuðum skoðunum.  Og oft hefur barátta stúdenta verið alþjóðleg. Þetta er eitthvað sem stúdentar eiga að vera stoltir af, ekki reyna að fela sig bak við einhverja "ópólitíska" grímu. Hvar er krafturinn, hvernig stendur á því að SHÍ gerði ekki allt vitlaust þegar Afganskur stúdent var dæmdur til dauða fyrir að dreifa bæklingi meðal samstúdenta sinna um réttindi kvenna? Þetta kemur stúdentum við, þetta kemur íslendingum við því peningar almennings eru sendir til að lappa upp á ríkisstjórnina sem staðfesti þennan dauðadóm. Hvar voru mótmælin við utanríkisráðuneytið? Hvers vegna var Ingibjörg Sólrún ekki tekin á teppið af stúdentum og þess krafist að við íslenska ríkisstjórnin hætti öllum stuðningi við ríkisstjórn Afganistan ef stúdentinn væri ekki látin laus þá þegar? Eða voru menn svo uppteknir í baráttunni um hvort prófúrlausnum væri skilað vikunni fyrr en seinna að þeir höfðu ekki tíma til að vesenast í svona máli sem "kæmi stúdentum hvort sem er ekki beint við"?

Þó hér sé stappað á Röskvu,  þá vil ég ítreka að menn láti sér ekki detta í hug að styðja Vöku, sem eru miklu verri. Stúdentar, farið því endilega á kjörstað og merkið við Röskvu, en gerist líka endilega virk í félaginu og hindrið að Röskva breytist í skemmtiklúbb. Enda er miklu meira gaman að skemmta sér eftir góðan baráttudag! Cool


mbl.is Æfingabúðir?: Pólitísk tengsl „mýta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Margir gera sér enga grein fyrir hvað pólitík er. Ég var sjálf ekkert að spá í þetta lengi vel. Var vakin upp við vondan draum þegar Röskva fæddist. Segi nánar frá því hér.

Það er oft uppi sá áróður að það sé skammarlegt að vera til vinstri eða hægri í pólitík. Það er það að mínu viti bara alls ekki heldur nauðsynlegt að átta sig á út á hvað þessar línur ganga og grundvallaratriði að skilja hvar maður sjálfur skilgreinir sig á þessari línu. Þá fyrst getur maður farið að þrengja valið um stjórnmálflokk.

Kristjana Bjarnadóttir, 7.2.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Sammála þessu. Ef einhver samtök eru félagshyggjusamtök, þá eru þau til vinstri. Allur svona feluleikur er út í hött.

Þetta er svipað og: "Ég styð jafnrétti en ég er ekki femínisti," yfirlýsingin, sem er svo vinsæl í dag, ekki síst hjá konum.

Svala Jónsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:10

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Góð grein Kristjana, hafði farið fram hjá mér. Annars finnst mér þú gera heldur lítið úr þínum þætti þegar þú segist aðeins hafa kíkt lítillega á háskólapólitíkina!

Annars var þetta mjótt á mununum í gær. Bara 6 atkvæði! Eins gott að draga alla á kjörstað! Svo var ég kannski heldur "vondur" við barnið okkar Röskvu í þessu bloggi, en þetta ópólitíska þvaður fer einstaklega í taugarnar á mér. Þú ókst alla vega upp úr þessu þó þú hafir verið í umbunum! 

Guðmundur Auðunsson, 8.2.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Guðmundur

Þar sem þú býrð í Bretlandi, þá átt þú ekki að undrast lítinn mun á Röskvu og Verðandi eða hvað þetta heitir. Er einhver munur á íhaldinu og svokölluðum verkamannaflokki í heimalandi þínu.  Dapurlega lítill, svo lítill að meira freistandi er að gera eitthvað annað en að kjósa.

Ástæðan er tveggja flokka kerfi, þar sem báðir sækja inn á miðju. 

Rúnar Sveinbjörnsson, 8.2.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Rúnar!  Er ekki svipað á komið með Samfylkingunn og Verkamannaflokknum í Bretlandi.  Hvorttveggja hægra megin við miðju.  Reyndar er það sorglegt, að Vg er lítið skárra en Sf.  Verkalýðurinn, og launamaðurinn, er ekki eitthvað sem er efst á blaði á þeim bæ.  Það hefur ekkert breyst, þó Steingrímur J. og Davíð Oddson séu ekki lengur í daðursfullu augnsambandi!

Auðun Gíslason, 19.2.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband