Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Jæja, var bönkunum þá betur komið í einkavinaeign?

Fyrir nokkrum árum voru bankar almennings einkavinavæddir. Heittrúaðir frjálshyggjumenn töluðu um hversu "fáránlegt" það væri fyrir almenning að reka banka, þeim "væri betur komið í höndum einkaaðila" o.sv.fr. Nú er auðvitað komið í ljós að allt kjaftæðið um "fé án hirðis" þýddi í raun, "gæðum sem mest á almenningi, ef vel gengur fáum við gróðann, ef illa fer ber almenningur tapið". Nú kemur síðan í ljós að bankarnir virðast hafa tekið sig saman að reyna að þvinga ofsagróða til sín á kostnað almennings með því að fella krónuna. Hugmyndin var augljóslega að sækja stóra bónusa vegna gjaldeyrisgróða á kostnað almennings, sem hefði borgað brúsann með aukinni verðbólgu og hærri lánum. Þetta var hluti af stórfelldum píramídaleik sem nú hefur sprungið framan í þjóðina.

Nú spyr ég, halda menn að Landsbankinn og Búnaðarbankinn, ef þeir hefðu verið áfram ríkisbankar, hefðu tekið sig saman að rústa efnahagskerfi landsins á þennan hátt? Þetta gerir það augljóst að einkaaðilum er ekki treystandi fyrir bönkunum. Almenningur verður að reka bankana og þeim einkabönkum sem starfa vilja verður að setja þröngar skorður. Að sjálfsögðu á að reka bankana á faglegan hátt, ekki pólitískan hátt eins og í gamladaga. En augljóst er allavega að einkaaðilum er ekki treystandi fyrir bankarekstri.


mbl.is Árás á fullveldi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Facebook eru líka margir Íslendingar erlendis...

... þessi tala telur bara þá sem eru búsettir á Íslandi. Ég er viss um að þúsundir Íslendinga eru á Facebook og búsettir erlendis eins og ég. Mjög góð leið til að vera í sambandi við vini og vandamenn út um allan heim. Mæli með Facebook við alla.
mbl.is Fjórðungur þjóðarinnar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband