Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hvar eru Icesave peningarnir?

Landsbankinn safnaði innistæðum sem eru líklega á stærð við fjárlög ríkisins. Þessum góða árangri náðu þeir með því að bjóða hærri vexti en nokkur annar. Það segir sig því sjálft að Landsbankinn hlýtur að hafa verið með flott ávöxtunarprógram þar sem þeirra hlutverk er að miðla sparnaði í fjárfestingar með hagnaði. Enginn banki þolir að það sé gert "run" á þá. Það segir sig sjálft. Sértaklega ef innlánin fara í langtímalán eins og húsnæðislán. En góðu heilli var Landsbankinn ekki í húsnæðislánabransa í Bretlandi. Því hljóta þessir peningar að vera í lánum til skemmri tíma og ætti því að vera hægt að ná þeim til baka og borga sparifjáreigendunum. Við verðum auðvitað að trúa því að Landsbankinn hafi ekki sett þessa gífurlegu fjármuni í ónýtar fjárfestingar, er það ekki? Breski fjármálaráðherrann vakti mig upp á BBC í morgun, æfur út í Íslendinga. Sagði að það virtust vera engir peningar til að borga Icesave innlánin. Við trúum því auðvitað að þetta sé bull hjá ráðherranum, eignir Landsbankans hljóta að borga þetta upp að mestu leiti er það ekki?
mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúdos fyrir ríkisstjórnina og aðila vinnumarkaðarinns...

... nú verða allir að róa lífróðurinn. Loksins er tekið á málinu af festu eftir að hafa látið allt reka á reiðanum í árafjölda. Þó maður sé reiður og í sjokki og freistandi sé að segja "I told you so", verður allt slíkt að vera lagt til hliðar á þessari ögurstund. Almenningur mun fá skell, það er ljóst. En ef vel er á málum haldið er hægt að bjarga því sem bjargað verður. Við munum komast út úr þessu en ljóst er að róðurinn verður erfiður og langur.
mbl.is Ný eining sér um innlenda starfsemi Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hausar skulu fjúka...

... og þeir sem eru ábyrgir skulu sæta ábyrgð. Það er almenningur sem kemur til bjargar bankakerfinu, almenningur á þá kröfu að þeir sem stefndu fjármálakerfinu í þrot sæti ábyrgð. Ríkisstjórnin ber pólitíska ábyrgð, seðlabankinn hefur brugðist skyldu sinni. Nýja sópa þarf í brúnna. Það er almenningur sem ber skaðann, almenningur á þá sjálfsögðu kröfu að þeir sem spiluðu fjárhættuspil á árum áður skili til baka bónusunum sem byggðu á fjárhættuspili. Skattleggja skal bónusa fyrri ára, það er fjarstæða að menn hafi fengið árlega margföld árslaun launafólks í bónusa. Svo skal setja nú þegar á 70% skatt á ofsalaun, bónusfurstarnir eiga að leggja sitt fram til samfélagsins. Spilavítiskapítalisminn í heiminum er hruninn. Endurskoða skal allt fjármálakerfi heimsins. Setjum Tobin skatt á allar fjármálafærslur í heiminum og notum peningana sem safnast til að útrýma örbyggð í heiminum og mennta næstu kynslóð fátækra landa. Nú er nóg komið. Ya basta!
mbl.is Víðtækar heimildir til inngripa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af samfélagsvæddu tapi og einkavæddum gróða

Samfélagið hefur ekki efni á því að fjármálakerfið fari á hausinn. Þetta vita fjármálastofnanir. Þetta leiðir til hættulegrar áhættutöku í von um ofsagróða og feita bónusa. Ef allt fer til andskotans, eins og það hefur gert núna, þá vita bankamennirnir að þeir geta alltaf hlaupið í pilsfaldinn hennar mömmu. Slíkt er auðvitað óþolandi fyrir almenning sem situr uppi með tapið, meðan að bónusfurstarnir hafa allt sitt á hreinu eigandi feita bónusa fyrri ára í sjóðum meðan almenningur situr uppi með tapið af spilavítiskapítalismanum. Slíkt er auðvitað óþolandi. Það á auðvitað að snarhækka hátekjuskatta og gera skattana afturvirka á bónusa fyrri ára. Það er lágmarkskrafa almennings.

Þó pakkinn fyrir bandaríkjaþingi hafi skánað þá er grundvallarhugmyndin sú sama, þ.e. að ríkið taki yfir eitruðu fjárfestingapakkana með lágmarks kröfum í staðin. Í raun þýðir þetta að tapið er samfélagsnýtt en gróðinn heldur áfram að vera í einkaeign. Slíkt gengur auðvitað ekki upp. Íslenska leiðin er betri, það er eðlilegt að krefjast þess að fá eignarhlut almennings í þeim bönkum sem bjargað er. Þess vegna lýsi ég yfir stuðningi við samfélagsvæðingu Glitnis. Nú þarf bara að tryggja það að bankinn verði ekki seldur aftur á útsölu til einkavina. Það er krafa okkar eigenda Glitnis.

Spilavítiskapítalisminn gengur ekki upp, það sjá allir í dag. Fjármálakerfið hefur í raun einungis eitt samfélagslegt hlutverk, að miðla sparnaði í fjárfestingar. Menn virðast hafa misst sjónar á þessu og haldið að peningar verði til í fjármálakerfinu. Kerfið er auðvitað bara miðlari og stendur sig illa sem slíkur. Það fyrsta sem á að gera er að slá á spákaupmennsku með því að skattleggja allar fjármálatilfærslur með alþjóðlegum samningum. Með því að setja 1/2% til 1% skatt á fjármálatilfærslur eru tvær flugur slegnar í einu höggi. Spákaupmennska myndi stórlækka og tugmilljarðar bandaríkjadala myndu safnast í sjóði árlega sem nota ætti í uppbyggingu í þróunarlöndunum. Hægt væri að útrýma fátækt og byggja upp mennta og heilbrigðiskerfi fátækra landa með þessum fjármunum. Þetta eruð auðvitað ekki nýjar hugmyndir, hafa verið settar fram af samtökunum ATTACC. En nú ætti allavega öllum að vera ljóst að þetta á að taka upp. Hingað og ekki lengra. 


mbl.is Önnur atkvæðagreiðsla á Bandaríkjaþingi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband