Leita í fréttum mbl.is

Í framboð í forvali VG í kraganum

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 3-4 sæti í forvali VG í suðvestur kjördæminu. Fylgist með blogginu og síðunni minni á facebook. Hér kemur fréttatilkynningin:

Guðmundur Auðunsson stjórnmálafræðingur sækist eftir 3.-4. sæti á framboðslista VG í Suðvestur kjördæminu (í forvali sem fer fram þann 14. mars næstkomandi). Guðmundur er fæddur 28. október  1963 og alinn upp á Álftanesi og í Reykjavík en hefur búið að mestu erlendis síðan 1991. Hann hefur allan tímann haft ríkuleg tengsl heim, komið margsinnis og fylgst náið með stjórnmálum.

Guðmundur leggur áherslu á  nauðsyn þess  að byggja upp nýtt samfélag á þeim rústum  sem frjálshyggjan hefur skilið eftir sig „Ástæðan fyrir því að ég gef kost á mér í framboð er að nú er lag að stofna nýtt og réttlátt samfélag á rústum þess sem nú er hrunið. Auk þess að hafa starfað mikið að félagsmálum þá hef ég búið lengi erlendis. Tel ég það kost að fólk sem ekki hefur verið í hringiðu stjórnmála seinustu ára komi inn með nýtt og ferskt sjónarhorn. Við Íslendingar erum ekki ein um það að búa við hrun spilavítiskapítalismans þó vissulega sé ástandið hjá alþýðu manna á Íslandi skelfilegt. Fólk út um allan heim er nú að borga skuldirnar sem alþjóðafjármálakerfið skilur eftir sig. Hvort sem er á Íslandi, í Afríku, Asíu, Bretlandi eða Bandaríkjunum þá er það almenningur sem borgar. Barátta okkar fyrir að byggja upp nýtt samfélag byggt á jöfnuði og réttlæti er því hluti af baráttu bræðra okkar og systra út um allan heim. Þess vegna býð ég mig fram, ég vil leggja mitt af mörkum til nýrrar framtíðar“ segir Guðmundur.

Félags og stjórnmálastarf

Guðmundur sat í stjórn Nemendafélags Fjölbrautarskólans í Breiðholti og var í stjórn Landssambands mennta- og fjölbrautarskólanema og var framkvæmdastjóri þeirra samtaka um hríð. Guðmundur sat í samnorrænni stjórn um þróunarverkefnið NOD-85 á vegum íslenskra framhaldskólanema. Oddviti Félags vinstrimanna (FVM) í Stúdentaráði Háskóla Íslands (SHÍ) 1985-1987, tilnefndur í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1986 og sat í stjórn SHÍ. Formaður FVM 1988 og stofnfélagi Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í HÍ sama ár. Guðmundur sat í framkvæmda- og miðstjórn Alþýðubandalagsins, í stjórn Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins og í stjórn Æskulýðssambands Íslands. Guðmundur gerðist síðan stofnfélagi Vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs 1999 og er félagi í VG í Kópavogi. Hann var einn af frumkvöðlum indefence.is herferðarinnar þar sem yfirgangi breskra stjórnvalda gegn Íslendingum var mótmælt. Guðmundur er líka áhugamaður um bridge, var íslandsmeistari í yngri flokki 1985 og 1986 og spilaði með unglingalandsliðinu á Norðurlandamótinu 1987.

Menntun og starfsferill

Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1984, BA í stjórnmálafræði frá HÍ 1991 og MA í alþjóðahagfræði og alþjóðasamskiptum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum 1993. Guðmundur  var framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi 1988-1991 og starfaði sem kosningastjóri Alþýðubandalagsins í Kópavogi 1991. Eftir háskólanám hefur Guðmundur starfað innan hugbúnaðar- og fjarskiptageirans í Washington DC, Singapore og London. Hann er nú framkvæmdastjóri Snertu UK í London. Auk þess rekur Guðmundur ráðgjafaþjónustu og situr í stjórnum tveggja íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja í Bretlandi.

Guðmundur Auðunsson er kvæntur Elizabeth Jane Goldstein þróunarráðgjafa í Afríku. Betsy er frá Washington borg í Bandaríkjunum. Guðmundur á 3 syni, Einar Óla, verkfræðinema í Reykjavík, Ísak Irving 6 ára og Kolmar Leigh 2 ára.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ólafsson

Sæll félagi, mér líst vel á þetta. Var sjálfur að senda kjörstjórn tilkynningu um að ég gefi kost á mérí 5. til 6. sæti.

Einar Ólafsson, 25.2.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Flott hjá þér Einar að fara í framboð! Áhersla þín á alþjóðamálin virðist allt of oft tínast í pólitíkinni. Þá á ég að sjálfsögðu við alvöru alþjóðahyggju, ekki ESB þráhyggju.

Guðmundur Auðunsson, 25.2.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband