Leita í fréttum mbl.is

Flauelsbyltingin í Tékkóslóvakíu

Fyrir réttum 19 árum var byltingarástand í Tékkóslóvakíu. Atburðirnir hófust fyrir alvöru 16. Nóvember 1989 og enduðu með algjöru hruni stjórnkerfisins í lok desember það ár þegar skáldið og andófsmaðurinn Václav Havel var kjörinn forseti landsins. Þó að efnahagskerfi landsins væri í skárra ástandi en flestra nágrannalandanna þá var ljóst að ríkisstjórnin var pólitískt gjaldþrota. Fólkið var búið að fá nóg. Það reis upp gegn ríkisstjórninni og þrátt fyrir að stjórnvöld reyndu að lægja öldurnar með málamiðlunum og óljósum loforðum um umbætur, samþykkti fólkið það ekki. Nú var komið nóg. Skipta þurfti um allt settið. Flauelsbyltingin svokallaða var hafin. Byltingin tók samtals um einn og hálfan mánuð og var nær algjörlega friðsamlega. Ríkisstjórnin hékk um tíma en gafst að lokum upp. Fólkið hafði sigur.

Nú er flauel ekki mjög áberandi á Íslandi. Hins vegar er flís mjög almennt notað meðal almennings. Orðið flís hefur líka þá skemmtilegu skírskotun að það þýðir bæði óunnin ull af sauðfé og hið nútímalega hlýja efni sem nær allir íslendingar klæðast í dag. Er í raun hinn nýi lopi, skírskotar bæði til róta okkar sem sauðfjárbænda og til nútímans sem hátækni iðnaðarframleiðsla. Svo er er hið auðvitað hið gyllta flís úr grísku goðafræðinni, sem vísar til flótta undan erfiðleikum. Flís stefnir því til framtíðar, en er með sögulegum skírskotunum. Nú er ég staddur í London, Bretlandi en mun koma heim fljótlega. Ég mætti á fyrsta mótmælafundinn gegn ríkisstjórninni og seðlabankastjóra á Austurvelli fyrir rúmum mánuði í flísjakkanum mínum. Þegar ég kem heim aftur mun ég mæta á Austurvöll á ný í flísjakkanum mínum. Og vænti þess að þúsundir annarra muni gera slíkt hið sama. Er ekki komið nóg?


mbl.is Ónýtur banki bjargar ónýtri krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkúrat! Allir að mæta á Austurvöll á laugardaginn!

Halli (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

við þurfum að sýna meiri þrautseigu og vera á austurvelli þangað til að liðið segir af sér:) það að mæta bara á laugardögum er ekki nógu mikill þrýstingur ... allir í fríi og gagnrýna svo mótmælin í hæfilegri fjarlægð með hæfilegum hroka...

finnst flísbyltingarconceptið þitt flott Guðmundur

Birgitta Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband