Leita í fréttum mbl.is

Græðgisvæðing Íslands?

Mikið er dapurlegt að sjá að græðgisvæðingin á Íslandi virðist nú vera komin inn í dómskerfið. Hvaða "árásir" voru gerðar á viðkomandi einstaklinga? Ég veit ekki betur en að "árásirnar" væru réttmæt gagnrýni á ráðherra sem misbeitti valdi sínu. Sérstaklega hræsnina, þar sem viðkomandi ráherra var hluti af ríkisstjórn sem setti hina alræmdu 24 ára reglu, sem gerði það að verkum að þessi unga kona gat ekki fengið dvalarleyfi út á mann sinn. Auðvitað átti hún að fá dvalarleyfi, enda er 24 ára reglan fáránleg. En þessu var "reddað" af ráðherra með hraðferð til ríkisfangs. Ein regla fyrir pöpulinn og önnur regla fyrir þá innvikluðu. Fyrir þetta var Jónína Bjartmarz réttilega gagnrýnd. Þessi ungu hjón lenda þar auðvitað á milli, en ég veit ekki til þess að nokkur hafi ráðist á þau persónulega. Hins vegar virðast þau nú dæma sig sjálf með þessari fáránlegu málssókn, sem ég get ekki annað en talið hreina græðgi vegna upphæðanna sem þau fara fram á frá okkur eigendum útvarpsins. Virðist vera illu heilli hluti af græðgisvæðingunni. Ef markmiðið var að fá "uppreisn æru" hefði verið auðvelt að fara fram á 1 krónu í miskabætur og málskostað greiddan. Nei, það virðist ekki vera markmiðið heldur vonin um að komast í peningakistu landsmanna.
mbl.is Meiðyrðamál gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Þau eru ekki hjón

7 Ár, átti hún að bíða eins og aðrir en fékk ríkisborgarrétt eftir rúmt ár og nú á að bæta þeim þetta með 3,5 millum, ég hía á þau.

Jákvæða hliðin er sú að ef þau fá bætur verða aðrir að fá sambærilegar bætur 10 millur á fórnarlömb ofbeldis 15 fyrir nauðganir og 25 fyrir barnaníð ....Takk endilega hækka bæturnar!!!! í samræmi við glæpina þá meina ég á línuna

Í fullri alvöru ættu þau að borga fyrir sérréttindin, miðað við bætur til fórnarlömb ofbeldisglæpa. 

Kveðja

Fríða Eyland, 14.2.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegur hroki að mínu mati, sérstaklega í ljósi þess að hjá mér er lítil stúlka sem verður að endurnýja dvalarleyfið sitt á 6 mánaða fresti, vegna þess að útlendingastofa tekur ekki gilda pappíra undirritaða af foreldrum hennar.  Hún er hér hjá afa sinum og ömmu og hefur verið hjá þeim frá fæðingu.  Hún hefur nú verið hér í 6 ár, alltaf með það hangandi yfir höfðinu að vera send heim.... hún á hvergi heima nema hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband