Leita í fréttum mbl.is

Charlie Wilson's War

Þetta kemur alls ekki á óvart enda teygja tengsl bandarískra stjórnmálamanna við íslamista langt aftur í tímann. Á 6. áratugnum byrjaði CIA að styðja við bakið á Bræðrasamtökum Íslam (e: Islamic Brotherhood) í Egyptalandi til að grafa undan Nasser. Frægast er þó þegar bandaríkjamenn dældu milljörðum bandaríkjadala (nóg til að fjármagna efnahagskerfi Afganistan í árafjölda) til að styðja við bakið á íslömskum öfgamönnum í Afganistan til að grafa undan Sovétríkjunum. Þessu er gert skil í bíómyndinni Charlie Wilson´s War, sem er byggð á sannsögulegum upplýsingum hvernig Wilson og félögum hans tókst með atorku sinni að leggja grunninn að Al Kaída og grafa undan "secular" ríkisstjórninni í Kabul. Þetta bar ótrúlegan árangur, hjálpaði til að grafa undan Sovétríkjunum og varð upphafið að nútíma hryðjuverkaneti Al Kaída og annarra íslamista. Það kemur mér því ekki á óvart að þingmaður frá 9. áratugnum sé enn í batteríi við þessa aðila, þeir voru jú kallaðir "Freedom Fighters" af vestrænu pressunni. Siljander er bara að feta í fótspor Wilsons og Reagan stjórnarinnar.
mbl.is Fyrrum þingmaður ákærður fyrir fjármögnun al-Qaeda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gott að minna á þetta og voru það ekki Bretar sem hreinlega bjuggu til Talibana-liðið og þjálfuðu?

María Kristjánsdóttir, 17.1.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband