Leita í fréttum mbl.is

Vandamál með lengd nafna í þjóðskrá

Mikið er ég sammála Helga Seljan að hámarkslengd nafna í þjóðskrá er vægast sagt óþolandi. Yngstu synir mínir tveir hafa orðið fyrir barðinu á þessu. Samt heita þeir báðir tveimur stuttum nöfnum, sá eldri er Ísak Irving og sá yngri Kolmar Leigh. Vandamálið er vegna kenninafnanna. Þar sem móðir þeirra er bandarísk og með ættarnafn finnst okkur sjálfsagt að kenna drengina við okkur bæði þannig að kenninöfn þeirra eru Guðmundsson Goldstein. Það passar ekki í þjóðskrá! Samkvæmt þjóðskrá eru kenninöfn þeirra G. Goldstein. Mér finnst þetta óþolandi. Sá eldri hefur allavega kenninafnið Guðmundsson Goldstein í íslenska vegabréfinu sínu, en sá yngri verður að láta sér nægja G. Goldstein þar sem nú er útgáfa vegabréfa tengd þjóðskrá. Mér finnst það heldur dapurt að eina vegabréfið sem sá yngri hefur föðurnafn upp á íslenskan máta er í bandaríska vegabréfinu hans! Bandarísk stjórnvöld virðast ekki vera í neinum vandræðum með tvö kenninöfn. Þessu verður að breyta.
mbl.is Nennir ekki laga sig að tölvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband