Leita í fréttum mbl.is

Síðasta tækifærið?

Ég er á þeirri skoðun að þessi tilraun til að ná samningum um tveggja ríkja lausn í Ísrael/Palestínu sé síðasta tækifærið til að ná slíku fram, allavega í langan tíma. Ef ekki næst samkomulag (sem hlýtur að verða byggt á Taba niðurstöðunum, sem gróflega gerir ráð fyrir að Ísrael skili öllum herteknu svæðunum og palestínskt ríki væri "viable") þá er hætta á að palestínsku svæðin hrynji saman og einu "sigurvegarar" slíkrar niðurstöðu yrðu íslömsk og ísraelsk öfgaöfl. Lang líklegast er að Fatah samtökin yrðu endanlega búin að vera og hætt við að Palestínumenn myndu halla sér að öfgaöflum innan Hamas. Bandaríkin skipta öllu máli hvort samkomulag næst, þau verða að setja skrúfu á Ísraelsstjórn annars verður ekkert samkomulag. Vonandi er ætlar Bush raunverulega að reyna að bjarga stöðu sinni í sögunni þó vissulega bendi fyrri gjörðir hans ekki til að hann hafi það í sér.

Ef þessi lota gengur ekki upp tel ég best að gefa tveggja ríkja lausn einfaldlega upp á bátinn og hefja baráttuna fyrir fullum lýðréttindum Palestínumanna innan sameinaðs Ísraels/Palestínuríkis. Sá málstaður ætti að verða tekin upp bæði meðal framfarasinnaðs fólks af gyðinga- og arabaættum og hlýtur að vinnast að lokum eins og baráttan gegn Apartheid forðum. Ég sé fyrir mér að slíkt ríki gæti leyst "right of return" spurninguna fyrir bæði gyðinga og arabasamfélagið með því að veita öllum gyðingum (eins og er í Ísrael í dag) og afkomendum Palestínuaraba sjálfkrafa ríkisborgararétt í nýju ríki (sem eðli málsins samkvæmt gæti hvorki verið gyðinga né arabaríki heldur lýðræðislegt ríki allra íbúanna). Til lengdar tel ég að slík lausn sé sú rétta, hvort sem tveggja ríkja lausn yrði milliskrefið eða ekki.


mbl.is Bush sér ný tækifæri til að koma á friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband