Leita í fréttum mbl.is

Sorglega líkt og heima í vor

Úrslitin í þingkosningunum í Danmörku eru sorglega lík úrslitunum á Íslandi sl. vor. Vinstriflokkur bætir stórlega við sig, kratar standa í stað og fram kemur nýtt framboð sem virðist hafa mikinn byr í upphafi en botninn dettur síðan úr framboðinu á lokasprettinum. Og svo það sorglega, hægristjórn rétt hangir með meirihluta þrátt fyrir að hafa dottið út um nóttina. Vissulega er sigur SF glæsilegur og ég fagna sigrinum með félögum mínum í Danmörku, en vonbrigðin með að stjórnin haldi eru sár. Sérstaklega ef kratarnir í Færeyjum hefðu druslast til að ná manni inn og þar með gert alla færeysku og grænlensku þingmennina rauða þá hefðu áhrif rasistaflokksins Dansk folkeparti verið minnkuð verulega. Nú hangir hægristjórnin á bláþræði með stuðningi Piu Kærsgaard og er það hroðaleg staða. Betra hefði verið að stjórnin hefði þurft að reiða sig á Naser Khader. Frown
mbl.is Fogh áformar ekki að breyta stjórnarforminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það er líklegt að stjórnin þurfi einmitt að reiða sig á N.K. og félaga.  Færeyski þingmaðurinn sem myndar síðasta manninn í meirihlutanum hefur tjáð að hann vilji lítt hafa með dönsk innanríkismál.

Í raun gott mál, því þá virkar vonandi lýðræðið aðeins betur en ella... 

Sigurjón, 15.11.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband