Leita í fréttum mbl.is

Gerðu eins og ég segi, ekki geri

Nú hafa bretar ákveðið að eyða 20 milljörðum punda, eða 260 milljörðum íslenskra króna í að endurnýja kjarnorkuflota sinn. Þetta gera þeir þrátt fyrir að þeir viðurkenni að landinu stafi engin ógn sem kjarnorkuvopnin gætu "komið að notum". Hver er þessi hugsanlega "framtíðarógn"? Ef hryðjuverkamenn komast yfir kjarnorkuvopn, (sem er auðvitað þeim mun auðveldara eftir því sem fleiri vopn eru til), hvernig virka bresk kjarnorkuvopn sem "fæling" á að snarbrjálaðir hryðjuverkamenn noti slík vopn. Á að hóta að sprengja upp heimaborg hryðjuverkamannsins? Þeir sem frömdu óhæfuverkin í London 2005 voru flestir fæddir og uppaldir í Leeds, á að hóta að sprengja upp Leeds? Það segir sig sjálft að kjarnorkuvopn eru fáránleg "fæling" gegn hryðjuverkamönnum. Og hvaða ríkjum gætu slík vopn hugsanlega virkað sem "fæling" gegn? Það land sem í dag er líklegast til að nota kjarnorkuvopn eru Bandaríkin. Er bresku vopnin hugsuð gegn BNA?

Það versta við þessa ákvörðun er að hún gefur vafasömum ríkisstjórnum grænt ljós á þróun slíkra vopna. Það er gefið mál að Íran stafar ógn frá Bandaríkjunum. Er þá ekki skiljanlegt að íransstjórn líti til kjarnorkuvopna sem fælingarvopna? Nú eru flestir sammála að kjarnorkuvopn í höndum írana gætu orðið stórhættuleg í þeirri púðurtunnu sem miðausturlönd eru. En hljómar það ekki falskt af bretum að krefjast þess að íranir (sem vissulega stafar ógn af erlendum her) hætti þróun kjarnorkuvopna, meðan þeir sjálfir eyða hundruðum milljarða í kjarnorkuvopn fyrir hugsanlega ógn einhverntíman í framtíðinni. 


mbl.is Breska kjarnorkuvopnabúrið verður endurnýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ju þarna er tviskiningur mikill/En Bretar eru ennþá HEIMSVELDI er það ekki????Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 15.3.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband